U-18 ára lið Bandaríkjanna í 2.sæti.

10155109 657506627620235 3674077893537881051 nLandslið Bandaríkjanna skipað leikmönnum undir 18 ára lentu í 2.sæti á The Albert Schweitzer Tournament sem er nokkurs konar heimsmeistaramót undir 18 ára liða. Okkar maður Erik Olson var aðstoðarþjálfari liðsins á mótinu.

Liðið fór nokkuð auðveldlega í gegnum riðlakeppnina og unnu Serbíu í undanúrslitum en þurftu að sætta sig við naumt tap gegn Ítalíu í úrslitaleiknum. 

Í liði Bandaríkjanna voru margir af efnilegustu leikmönnum landsins sem munu sennilega koma sér fyrir í NBA deildinni á næstu árum. 

Vel gert Erik Olson.

Undirskriftir samninga.

unnamed6 leikmenn skrifuðu undir nýja samninga við FSu fyrir helgina og munu þessir vösku drengir spila með liðinu á næsta leiktímabili. 

Leikmennirnir sem um ræðir eru Birkir Víðisson, Hlynur Hreinsson, Svavar Stefánsson, Geir Helgason, Erlendur Stefánsson og Þórarinn Friðriksson.

Birkir Víðisson er 19 ára og hefur spilað með FSu frá blautu barnsbeini að undaskildu einu ári sem hann fór til Bandaríkjanna í nám. Hann spilaði 16 leiki á síðasta tímabili og átti mjög góða leiki í lok leiktímabilsins þar sem hann spilaði stórt hlutverk. Til dæmis tryggði hann sigurinn í útileik gegn ÍA á lokasekundum leiksins.

Hlynur Hreinsson er 21 árs og spilar sem leikstjórnandi. Hann var að ljúka sínu fyrsta leiktímabili með FSu og átti hann gott tímabil. Hann skoraði 10 stig að meðaltali í leik og var með um 4 stoðsendingar að meðaltali einnig.

Svavar Stefánsson er FSu maður inn að beini. Hann er 19 ára og hefur leikið fyrir FSu allan sinn feril. Hann skoraði að meðaltali tæp 10 stig í leik á síðasta leiktímabili.

Geir Helgason er 18 ára og var að ljúka sínu öðru ári með FSu. Hann er mikið efni og hefur tekið miklum framförum á þessum tveimur árum sem hann hefur verið með liðinu og verður gaman að sjá hvernig hann kemur inn í sitt þriðja tímabil.

Erlendur Stefánsson var að klára sitt fyrsta leiktímabil með liðinu og tók hann stórstígum framförum á árinu. Hann byrjaði timabilið sem varamaður en var fljótlega komin inn í byrjunarliðið. Það verður gríðarlega spennandi að fylgjast með Ella á næsta tímabili.

Þórarinn Friðriksson er 19 ára og var að klára sitt fyrsta leiktímabil hjá FSu. Hann er að koma til baka eftir löng og erfið meiðsli og hefur lagt á sig mikla vinnu til að komast í leikform aftur. Það verður gaman að sjá hvernig hann kemur inn í næsta leiktímabil því hann er löngu byrjaður að gera sig klárann í fyrsta leik.

Þessir ungu menn eru grunnurinn að okkar unga FSu liði og eru forsvarsmenn félagsins mjög ánægðir með að fá að hafa þá áfram. 

Til hamingju drengir og áfram FSu.

Erik Olson og Collin Pryor framlengja samninga við FSU.

CAM000122Erik Olson aðalþjálfari FSU og Collin Pryor leikmaður liðsins framlengdu í dag samninga sína við liðið um eitt ár og verða því með liðinu á næsta tímabili.

Erik Olson hefur verið tvö tímabil hjá FSU og er mikil ánægja innan félagsins með hans störf. Hann hefur einnig yfirumsjón með akademíustarfi félagsins. Erik er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari sem leggur mikla vinnu í verkefnið og hefur hann vakið athygli víða fyrir sitt framlag til liðsins. Hann mun í apríl fara til Þýskalands þar sem hann mun starfa sem aðstoðarþjálfari u-18 ára landsliðs Bandaríkjanna á nokkurs konar heimsmeistaramóti. Það er mikil viðurkenning fyrir Erik og hans starf og endurspeglar metnað hans og árangur í starfi. Hann hefur mikil og sterk sambönd í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og mun það halda áfram að nýtast leikmönnum og nemendum innan FSU.

Collin var að klára sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður og var hans frammistaða langt fram úr björtustu vonum, en hann var valinn til FSU sem varnarmaður en sannaði sig heldur betur sóknarlega líka. Hann endaði tímabilið með 28,6 stig að meðaltali, 14,2 fráköst, 3,8 stoðsendingar og 38,3 framlagsstig að meðaltali. Bæði hann og forsvarsmenn félagsins voru ánægðir með samstarfið og því mikil ánægja að hann skuli koma aftur en hann heldur til Bandaríkjanna á morgun.  Hann mun koma aftur í lok sumars og vinna við körfuboltabúðir FSU sem verða í lok Júlí.

 

Lokahóf FSu.

1794636 10203519700740228 257253658 nLokahóf meistarflokka karla og kvenna var haldið síðastliðinn laugardag.

Hjá meistaraflokki kvenna var Hildur Birna Vignisdóttir verðlaunuð fyrir mestar framfarir. Andrea Ýr Úlfhéðinsdóttir fékk verðlaun fyrir mestan dugnað og Jasmine Alston var valin besti leikmaðurinn. 

Stelpurnar voru að klára sitt fyrsta tímabil í 1.deild kvenna og stóðu sig með prýði.

Hjá meistaraflokki karla var Erlendur Stefánsson verðlaunaður fyrir mestar framfarir. Arnþór Tryggvason fékk verðlaun fyrir mestan dugnað og Collin Pryor var valinn besti leikmaðurinn. 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Wednesday the 21st. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©