Sárt tap gegn Tindastól.

timthumb 2FSU sótti Tindastól heim í gær á Sauðárkrók, en Tindastóll var fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar og taplausir í þokkabót.

Erik Olson þjálfari FSU tók út leikbann í þessum leik og mátti því ekki stýra sínu liði af bekknum og þurfti hann því að fá sér sæti í stúkunni með popp og skagfirst kaffi.

Leikurinn fór hægt af stað í stigaskorun en engu að síður var mikill hamagangur inn á vellinum, FSU fór illa með fyrstu sóknir sínar og voru að henda boltanum frá sér en sem betur fer gerðu heimamenn mikið af því sama. FSU komst í 13-9 með góðum spretti en heimamenn jöfnuðu sig af því höggi fljótt og enduðu leikhlutann með forystu 17-16.

Liðin skiptust á að hafa forystu í öðrum leikhuta og leikurinn var hin mesta skemmtun með góðum körfubolta á þessum kafla. FSU leiddi leikinn 35-32 en aftur áttu heimamenn endasprett sem gerði að verkum að Tindastóll hafði forystu í hálfleik 38-35.

Seinni hálfleikur hófst með áhlaupi heimamanna sem ætluðu sér greinilega að klára leikinn þar og þarna eins og þeir hafa oft gert í vetur. FSU tók leikhlé og og skipulögðu sig betur og svöruðu fyrir sig með góðri vörn og snöggum sóknum. Heimamenn sýndu samt alltaf sinn mikla styrk með því að halda FSU hæfilega langt frá sér á þessum kafla leiksins.  Fyrir lokahluta leiksins leiddi Tindastóll 65-58.

FSU sýndi strax í lokahlutanum að þeir ætluðu sér ekki að gefa sigurinn eftir án þess að berjast til síðasta dropa. Í hvert skipti sem heimamenn tóku á sprett voru FSU komnir á hæla þeirra aftur. Í lokin voru það reynsluboltar heimamanna sem kláruðu leikinn fyrir þá með hjálp heilladísa og tilviljanna. Þegar ein mínuta var eftir voru FSU 5 stigum á eftir Tindastól og Tindastóll með boltann í sókn. Þegar 40 sekúndur voru eftir tóku þeir neyðarskot þar sem skotklukkan var að renna út og boltinn small í spjaldinu, starfsmenn íþróttahússins mátu það þannig að Tindastóll ætti að fá nýja skotklukku og þrátt fyrir mótmæli FSU manna ákváðu dómarar leiksins að vera sammála um að ný skotklukka ætti að standa þar sem boltinn hefði í raun farið í hringinn. Heimamenn náðu þess vegna að brenna enn meiri tíma af klukkunni og enduðu með að klára leikinn auðveldum körfum þar sem gestirnir þurftu að taka áhættur. Lokatölur 93-83 Tindastól í vil.

FSU barðist hetjulegri baráttu í þessum leik og sýndu Tindastól enga virðingu. Reynsluboltarnir í liði heimamanna reyndust dýrmætir á lokahluta leiksins á meðan FSU gerði of mörg mistök.

Hlynur Hreinsson var frábær í þessum leik og Erlendur Stefánsson og Ari Gylfason voru einnig sterkir. Arnþór Tryggvason kom með mikla orku inn í leikinn og stóð sig mjög vel. 

Stigahæstir FSU: Collin 23, Hlynur 20, Ari 19, Elli 11, Arnþór 4, Geir 2, Svavar 2.

Næsti leikur strákanna er gegn Breiðablik í Iðu á fimmtudaginn kl 19:15 en þar verður hart barist þar sem þarna eru tvö lið sem eru í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Stelpurnar sóttu sigur á Laugarvatn.

timthumbFSU/Hrunamenn fóru á Laugarvatn og mættu þar liði Laugdæla í 1.deild kvenna í kvöld.

FSU byrjaði leikinn miklu betur og voru grimmar í vörninni og uppskáru mörg hraðaupphlaup fyrir vikið. Laugdælir áttu erfitt með að finna glufur á liði FSU og staðan eftir 1.leikhluta 20-9 FSU í vil. 

Annar leikhluti var aðeins jafnari og heimastúlkur fóru að finna opin skot og náðu að minnka bilið milli liðanna. Staðan í hálfleik 38-28 FSU í vil.

Seinni hálfleikur fór af stað með áhlaupi frá FSU sem ætluðu greinilega ekki að sleppa tökunum á leiknum og breyttu stöðunni í 49-28 á örfáum mínutum. Eitthvað rumskuðu þá Laugdælir og tóku upp á því að setja niður 5 þriggja stiga skot í röð. Staðan fyrir lokahlutann 56-43 FSU ennþá yfir. 

Síðasti hlutinn var nokkuð jafn en heimastúlkur komust aldrei mjög nálægt gestunum og FSU sigldi heim nokkuð þægilegum sigri 67-54.

Stigahæstar FSU: Jasmine 25 stig, Margrét 14 stig, Nína 12 stig, Rakel 7 stig. 

Unglingaflokkur sigraði Snæfell/Skallagrím.

75212 10152524278503345 1900018930 nSameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms í unglingaflokki karla komu í heimsókn í Iðu og spiluðu við unglingaflokk FSU í gær.

Þessi lið höfðu mæst áður í Stykkishólmi síðastliðið haust þar sem Snæfell/Skallagrímur höfðu betur. 

Í þessum leik var það hins vegar FSU sem sigraði. FSU var með góð tök á leiknum frá upphafi til enda. Til dæmis fór 3 .leikhluti 28-11 FSU í vil en munurinn varð þó á endanum ekki nema 11 stig og lokatölur urðu 84-73.

Stigahæstir FSU: Geir 25 stig , Birkir 17 stig, Svavar 14 stig, Elli 13 stig, Gisli 11 stig.

Stríð í Síðuskóla.

timthumb 1FSU og Þór Akureyri mættust fyrir norðan síðastliðið föstudagskvöld í 1.deild karla. Fyrir leikinn voru Þór í 2.sæti deildarinnar en FSU í því fjórða.

Leikurinn hófst með miklum látum hjá FSU, þórsarar komust lítið áleiðis gegn vörn gestanna og FSU keyrði hraðann upp og settu skotin sín niður. Ari Gylfason var skæður í fyrsta leikhluta og setti 18 stig á fyrstu 10 mínutunum. Staðan í lok 1.leikhluta 26-11 FSU í vil.

Annar leikhluti var algjörlega andstæðan við þann fyrsta og Þórsarar komust inn í leikinn með því að hægja á sóknarleik FSU og skoruðu auðveldar körfur inn í teig gestanna. Staðan í hálfleik 41-35 FSU leiddi enn.

Seinni hálfleikur hófst með látum frá heimamönnum, þeir mættu grimmir til leiks varnarlega og náðu að ýta FSU algjörlega út úr sínum sóknarleik. FSU fékk engin auðveld skot og voru í miklum vændræðum. Fyrir lokaleikhlutann leiddi Þór 56-53.

Vandræði FSU héldu áfram í 4.leikhluta og náðu þórsarar að komast í þægilegt forskot um miðjan leikhutann. FSU gafst þó aldrei upp og náðu að minnka muninn undir lokin en Þór kláraði leikinn á vítalínunni. Lokatölur 87-83 fyrir Þór.

Stigahæstir FSU: Ari 26 stig , Collin 23 stig, 21 frákast, Hlynur 16 stig, 5 fráköst, Svavar 11 stig.

Aðeins 5 leikmenn komust á blað hjá FSU og aðeins 6 leikmenn hjá Þór og þar skoraði sjötti maðurinn 2 stig undir lokin. Árangur Þórs hefur komið mörgum á óvart í vetur en á meðan þeir spila eins og þeir gerðu í þessum leik þarf árangur þeirra ekki að koma neinum á óvart. Þeir eru með reynslumikið lið og eru með besta varnarlið deildarinnar að mati margra. Lið FSU hins vegar er gríðarlega ungt og er meðalaldur liðsins undir 20 árum. En þessir ungu leikmenn hafa fengið í hendurnar þá ábyrgð að standast væntingar í leikjum gegn reynslumeiri leikmönnum í hverri viku og má ekki gleyma að þeir eru í miklu kapphlaupi um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 1.deildar. 

Næsti leikur FSU er gegn Hetti næstkomandi föstudag í Iðu kl 19:15.

Unglingaflokkur mætir Snæfelli í Iðu í kvöld kl 20.

Meistaraflokkur kvenna mætir Laugdælum annað kvöld á Laugarvatni kl 20.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 16th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©