Glimrandi liðsbolti og góður sigur
- Grein skrifuð Laugardagur, 17 febrúar 2018 22:06  
FSU tók á móti Vestra í gærkvöldi á heimavelli sínum í Iðu. Staða liðanna í deildinni er ólík, Vestri í þriðja sæti, 6 stigum frá toppnum með 14 sigurleiki, og líklegur kandídat í lokabaráttuna um sæti í Dominósdeildinni, en FSU-liðið hafði þegar leikar hófust aðeins unnið 3 leiki og var ekki sannfærandi í síðasta leik á heimavelli gegn öðru af toppliðunum, Breiðabliki.
Breiðablik númeri of stórt fyrir FSu
- Grein skrifuð Laugardagur, 10 febrúar 2018 15:03  
FSU tók á móti Breiðabliki í 1. deild karla sl. fimmtudagskvöld. Eftir góðan fyrsta leikhluta skildu leiðir og Breiðablik skildi FSU eiginlega eftir í rykinu og vann öruggan og verðskuldaðan sigur, 82-105.
Fjórir heimaleikir í röð
- Grein skrifuð Mánudagur, 05 febrúar 2018 11:34  
Eftir tvo útileiki á Vesturlandi í röð kemur nú runa heimaleikja hjá FSU-liðinu, fjórir í röð. Dagskráin næstu vikur er þessi:
Iða, fim. 8. febr. kl. 19:15: FSU-Breiðablik
Iða, fös. 16. febr. kl. 19:15: FSU-Vestri
Flúðir, mán. 19.02. kl. 20:00: FSU-Umf. Gnúpverja
Iða, fim. 22. febr. kl. 19:15: FSU-Fjölnir
Keppnistímabilinu lýkur svo með tveimur útileikjum, gegn Hamri í Hveragerði og ÍA á Akranesi.
Sætur og langþráður sigur
- Grein skrifuð Sunnudagur, 04 febrúar 2018 18:47  
FSU mætti Snæfelli í Stykkishólmi í dag í 1. deild karla. Slæmt ferðaveður virtist blása vel í glæður okkar manna, sem unnu að lokum sætan sigur í sannkölluðum „naglbít“, lokatölur 100-101.