Breytingar hjá FSU

Stjórn FSU-KÖRFU tók þá ákvörðun í dag að aðalþjálfari félagsins, Eloy Doce Chambrelan, myndi hætta störfum. Gengi m.fl. karla í 1. deild Íslandsmótsins hefur ekki verið skv. væntingum og þrátt fyrir ákveðnar breytingar og heiðarlegar tilraunir af allra hálfu til að snúa gengi liðsins við hefur það ekki tekist.

Lesa meira...

FSU-VARPIÐ

Leikur FSU og Fjölnis í kvöld verður sýndur beint á Youtube streymi fyrir þá sem eiga alls ekki heimangengt. Hvetjum við samt sem áður alla sem vettlingi geta valdið að mæta á staðinn og styrkja gott málefni, eins og sagt er frá í annarri frétt hér á síðunni.

Steymið má nálgast hér.

Styðjum fjölskyldu Andreu Eirar

Andrea Eir Sigurfinnsdóttir frá Tóftum í Stokkseyrarhreppi lést, aðeins 5 ára gömul, á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð 15. október síðastliðinn eftir stutta baráttu við veikindi.Anrea Eir Sigurfinnsdóttir

Mikill kostnaður fellur til við þessar aðstæður og vill FSU-KARFA rétta hjálparhönd. Mun allur aðgangseyrir að leik FSU og Fjölnis í Iðu annað kvöld, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 19:15, renna til fjölskyldunnar.

Vonumst við til þess að sem flestir sýni þessu framtaki velvilja með því að greiða aðgangseyrinn, sem er kr. 1000,-

Stjórn FSU-KÖRFU

 

FSU-Fjölnir á fimmtudaginn

Næsti leikur FSU í 1. deild karla er heimaleikur gegn Fjölni úr Gravarvogi, í Iðu nk. fimmtudagskvöld 2. nóvember kl. 19:15.

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 24th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©