... og Covile vann ...
- Grein skrifuð Föstudagur, 01 desember 2017 10:53  
FSU tók á móti Snæfelli í 1. deild karla í gærkvöldi. Þetta var jafn og skemmtilegur leikur, en þó heimaliðið hafi verið betra á flestum sviðum leiksins (tölfræðin lýgur víst ekki!!!) þá vann Snæfell samt með 4 stigum, 98-102.
Skallarnir betri á öllum sviðum
- Grein skrifuð Sunnudagur, 26 nóvember 2017 19:47  
FSU heimsótti Skallagrím í Borgarnes sl. fimmtudag í 1. deild karla. Eftir jafnan fyrri hálfleik sigu heimamenn framúr og unnu öruggan 28 stiga sigur að lokum. Þetta var fyrsti leikurinn í 2. umferð deildarkeppninnar og gaman að velta fyrir sér hvaða breytingar hafa orðið frá fyrsta leiknum í haust, í Iðu, en þá átti FSu, án erlends leikmanns sem var í banni, í fullu tré við Skallagrím, þó leikurinn tapaðist naumlega. Af úrslitum og spilamennsku liðanna nú sést að Skallagrímur hefur tekið miklum framförum sem lið miðað við FSU.
Loksins kom sigurinn
- Grein skrifuð Mánudagur, 20 nóvember 2017 18:08  
Viðureign botnliðanna, ÍA og FSU, sem hvorugt hafði unnið leik þegar hér var komið sögu, fór fram á Akranesi sl. föstudagskvöld. Eftir hnífjafnan leik sleit FSU sig frá síðustu 5 mínúturnar og landaði sínum fyrsta, langþráða og kærkomna sigri í deildarkeppninni á tímabilinu.
Fjölnir og Hamar
- Grein skrifuð Mánudagur, 20 nóvember 2017 17:41  
Ekki hefur enn verið greint frá úrslitum eða fjallað um síðust þrjá leiki FSU í 1. deild karla hér á síðunni. Þar er við ritara einan að sakast, sem hefur haft í ýmsu að snúast. Nú verður bætt örlítið úr fréttaskortinum, þó seint sé.