Slagurinn um suðurland, leikur 1.

Annað kvöld fer fram leikur Hamars og FSu í 1.deild karla en leikurinn fer fram í Hveragerði. 

Þessir leikir eru alltaf mikið stríð og leikirnir á síðasta tímabili voru gríðarlega spennandi en Hamar hafði sigur í þeim báðum þar sem úrslitin réðust á síðustu andartökum leikjanna.

Hamar hefur unnið fyrstu tvo leikina sína í vetur gegn Val og Breiðablik. FSu hins vegar vann KFÍ og tapaði gegn Val.

Við hvetjum alla til að leggja leið sína í Hveragerði annað kvöld en leikurinn hefst kl 19:15.

Drengjaflokkur lagði Skallagrím.

photoDrengjaflokkur spilaði sinn annan leik á Íslandsmótinu í gærkvöldi gegn Skallagrím í Iðu. Skallagrímsmenn höfðu fyrir leikinn sigrað alla sína þrjá leiki og það nokkuð auðveldlega.

Gestirnir frá Borgarnesi byrjuðu leikinn betur og voru yfir mestallan fyrri hálfleikinn en heimamenn voru ekki að finna sig í sóknarleiknum og voru lengi að skila sér til baka í vörnina og það skilaði auðveldum körfum hjá gestunum. FSu náði þó að halda í við Skallagrím og náðu að jafna leikinn fyrir hálfleikinn 38-38.

Í seinni hálfleik fór FSu að spila betur og náðu yfirhöndinni í leiknum og varð munurinn fljótlega 10 stig og hélst leikurinn þannig mest allan seinni hálfleikinn. Leikurinn endaði 77-64 FSu í vil.

Stigahæstir: Fraser 18 stig og 17 fráköst, Geir 17 stig, Hilmir 16 stig og 9 fráköst, Jörundur 10 stig og 6 fráköst, Adam 9 stig og 17 fráköst. 

Flottur sigur hjá strákunum og þeir eru til alls líklegir i vetur.

1.deild kvenna.

1794601 530671507030003 197337582 nStelpurnar í sameiginlegu liði FSu og Hrunamanna spiluðu í Iðu um síðustu helgi en andstæðingarnir voru Tindastóll.

Gestirnir byrjuðu leikinn betur og náðu fljótlega forystu í leiknum og leiddu eftir 1.leikhluta 18-11.

Í 2.leikhluta juku gestirnir forskotið og var það orðið 14 stig í hálfleik 38-24. Í seinni hálfleik varð munurinn fljótlega 20 stig en FSu minnkaði muninn aftur í lok 3.leikhluta niður í 12 stig. Í lokin náði Tindastóll að auka muninn aftur og unnu nokkuð sannfærandi sigur 68-48.

Stigahæstar í FSu voru: Nína 19 stig og 7 fráköst, Elma 12 stig og 7 fráköst, Karen 8 stig og 6 fráköst.

Næsti leikur hjá stelpunum er á Laugardaginn á útivelli gegn Fjölni.

Tap gegn Val.

photo

Valsmenn komu í heimsókn í Iðu í gærkvöldi og mættu FSu í 1.deild karla. 

Það voru gestirnir í Val sem byrjuðu leikinn betur og virkuðu frískari í öllum sínum aðgerðum og skipti engu hvort það var í vörn eða sókn. FSu gekk illa að finna taktinn og voru allan fyrsta leikhlutann skrefinu á eftir Val. 

Annar leikhluti var keimlíkur þeim fyrsta, valsmenn alltaf einu til tveimur skrefum á undan og voru að hitta mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna á meðan heimamenn gátu ekki keypt sér þriggja stiga körfu. Hálfleikstölur 36-40, Valur yfir.

Seinni hálfleikur hófst á sömu nótum en um miðjan þriðja leikhluta fóru heimamenn að sækja hart á körfuna hjá gestunum og uppskáru auðveldar körfur og fjölmargar ferðir á vítalínuna. Munurinn minnkaði við það og FSu komst yfir í fyrsta skipti í leiknum á lokamínutum leikhlutans en gestirnir svöruðu og komu sér aftur í forystu.

Fjórði leikhlutinn var jafn og spennandi framan af en gestirnir voru nokkuð öruggir í sínum aðgerðum og hleyptu FSu aldrei of nálægt. Í þau skipti sem sýndist líklegt að leikurinn væri að jafnast þá náðu heimamenn alltaf að missa það frá sér með mistökum, tæknivilla og óíþróttamannsleg villa komu á vondum tíma og Valsmenn sigldu þessum sigri verðskuldað í höfn. Lokatölur 78-89 fyrir Val.

Collin Pryor var stigahæstur heimamanna með 26 og 19 fráköst, Ari Gylfason var með 22 stig og 8 fráköst og sýndi góða baráttu, Geir Helgason skoraði 11 stig aðrir skoruðu minna.

Frammistaða FSu í leiknum var ekki nógu góð, skotnýtingin var slæm en það sem verra var að of margir leikmenn virtust ekki klárir í verkefnið og á köflum virtust þeir ekki hafa áhuga á að taka þau tækifæri sem flæði leiksins færði þeim.

Betur má ef duga skal í næsta leik sem er á útivelli gegn glerhörðu liði Hamars.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©