Sigur á skaganum.

196045 10152132731786686 370442903 n 2Meistarflokkur karla fór upp á skaga á föstudaginn síðasta þar sem þeir spiluðu við ÍA í 1.deild karla.

Liðin voru fyrir leikinn á svipuðum slóðum í deildinni og þess vegna von á hörkuleik.

FSU byrjaði leikinn betur og skotin voru að detta í byrjun, ÍA voru frekar flatir í sínum aðgerðum á upphafsmínutum leiksins og FSU náði fljótlega ágætis forystu og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta 23-34.

Annar leikhluti hófst á svipuðum nótum en um miðjan leikhlutann náðu heimamenn í íA góðum spretti og náðu að minnka muninn í 2 stig. Jafnræði var með liðunum fram að hálfleik en FSU fór þó inn í leikhléð með forystu 49-50.

Seinni hálfleikur fór rólega af stað en þegar um 5 mínutur voru liðnar náðu FSU menn góðum spretti og náðu aftur um 10 stiga forystu sem reyndar hvarf aftur frekar fljótt og ÍA náði forystu fyrir lokahlutann 84-81.

Í lokahlutanum skiptust liðin á að leiða leikinn og spennan orðin gríðarleg undir lokin. FSU kemst yfir 99-101 og aðeins nokkrar 4,8 sekundur eftir af leiknum, heimamenn fara í hraða sókn og enda með neyðarskoti sem endar í körfunni og staðan 101-101 og því þurfti að framlengja leikinn. 
FSU kom sterkara inn í framlenginguna og spiluðu agað og komu sér í góð færi sem þeir nýttu sér vel. ÍA var aldrei langt undan og þegar um 5 sekundur eru eftir ná þeir að jafna leikinn 113-113 og FSU tekur lekhlé. Þar er teiknað upp kerfi til að klára leikinn og Birkir Víðisson nýtir sér það og sækir á körfuna þar sem er brotið á honum og hann fær tvö vítaskot. Það fyrra klikkar en pollrólegur setur hann það seinna niður og aðeins tími fyrir ÍA til að henda boltanum frá miðju að körfunni en það skot geigar og FSU vinnur leikinn 113-114.

Margir spilluðu vel fyrir FSU þetta kvöld. Hlynur Hreinsson var sjóðheitur í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 18 og 5 fráköst. Arnþór Tryggvason var frábær í leiknum og setti 17 stig og tók 10 fráköst. Collin Pryor var sterkur þann tíma sem hann spilaði en hann var í villuvandræðum allan leikinn og sat því lengi á bekknum en hann fékk sína 5.villu í 4.leikhluta og endaði með 17 stig og 14 fráköst. Erlendur Stefánsson var mjög góður og hann heldur áfram að bæta sig í skotum utan af velli og hann endaði leikinn með 18 stig og 8 fráköst. Ari Gylfason fór frekar illa af stað og hitti illa í fyrri hálfleik en í þeim seinni setti hann upp skotsýningu af bestu gerð og tók leikinn algjörlega í sínar hendur á tímabili. Hann var með 32 stig og 8 fráköst í lok leiks. Birkir Víðisson kom sterkur inn af bekknum með góðan varnarleik og baráttu í fráköstum og í lok leiksins var hann svellkaldur þegar hann sótti á körfuna ítrekað og endaði svo með að tryggja sigurinn.

Dómarar leiksins virtust óöruggir og voru að missa tökin á leiknum á tímabili, margar ákvarðanir þeirra voru furðulegar en ekki hallaði á neinn í þeim efnum. Skrýtnir dómar á báða bóga og 5 tæknivillur litu dagsins ljós og þeir hafa átt betri daga. En sigur er sigur og næsti leikur er jafnframt sá síðasti á tímabilinum hjá FSU nema að allt falli í hendurnar á liðinu og þeir komist í úrslitakeppnina sem virðist þó mjög ósennilegt. 

Á föstudaginn spila þeir við Vængi Júpiters í Iðu kl 19:15 og vonumst við til að sjá sem flesta þar.

Áfram FSU.

Sigur hjá stelpunum.

1796581 530671063696714 850223393 nStelpurnar í FSU fóru til Akureyrar á sunnudaginn og mættu þar liði Þórs.

Fyrr á tímabilinu mættust þessi lið á Selfossi og þá var það Þór sem hafði betur. 

En stelpurnar okkar hafa verið í mikilli framför og hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og stríddu toppliðunum verulega í seinni umferðinni. Ungu stelpurnar frá Flúðum hafa verið að koma meira inn í liðið og staðið sig frábærlega.

Skemmst er frá því að segja að stelpurnar sóttu sigur á Akureyri 62-53 lokatölur.

Stigahæstar: Jasmine 19 stig, Rakel 10, Nína 7, Valgerður 7, Þórdís 5, Andrea 5 og Hrafnhildur 4. 

Glæsilegur sigur hjá stelpunum.

Slagurinn um suðurland.

Næstkomandi fimmtudag verður risaleikur í Iðu á Selfossi kl 19:15.

Þar mætast FSU og Hamar í 1.deild karla í körfubolta og eins og flestir vita er hér um nágrannaslag að ræða. En einnig eru þessi tvö lið jöfn að stigum í deildinni og eru að berjast um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. 

Hamar hafði betur þegar þessi lið mættust í Hveragerði fyrir áramót og hafa því heimamenn í FSU harma að hefna á fimmtudaginn.

Þetta er leikur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og hvetjum við alla til að kíkja í Iðu á fimmtudaginn.

1937977 10100197246549980 1034011854 n

Tap hjá stelpunum.

1797537 530671380363349 334479539 nStelpurnar í FSU fengu Fjölni í heimsókn í Iðu í gær í 1.deild kvenna. Í fyrri umferðinni höfðu Fjölnir nokkuð auðveldan sigur þegar þessi lið mættust. 

FSU byrjaði betur og höfðu forystu mest allan fyrsta leikhlutann, Fjölnir kom þó til baka og jafnaði leikinn og tóku forystu sem þær héldu fram að hálfleik. 

Í seinni hálfleik jókst bilið jafnt og þétt og voru stelpurnar í Fjölni komnar með 10 stiga forystu fljótlega í hálfleiknum. 

Nokkrum sinnum náði FSU að minnka bilið niður í 8 stig en nær komust þær aldrei. Lokatölur 59-73 Fjölni í vil.

Stigahæstar: Margrét 20 stig, Jasmine 19 stig, Rakel 8 stig, Þórdís 5 stig. 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Wednesday the 21st. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©