Sigur í fyrsta leik.

10443113 10100268660775300 8740001688599603993 oFSu spilaði sinn fyrsta leik í 1.deild á nýju leiktímabili i kvöld þegar liðið mætti KFÍ á Ísafirði. KFÍ féll úr úrvalsdeild á síðasta leiktímabili og hefur Jakinn á Ísafirði alltaf verið erfiður útivöllur og var því búist við erfiðum leik fyrir FSu.

Bæði lið áttu erfitt með að finna körfuna í upphafi leiks en það voru leikmenn FSU sem fundu hana á undan og voru með yfirhöndina allan fyrsta leikhlutann sem einkenndist þó af taugaspennu beggja liða. FSu leiddi leikinn eftir 10 mínutur 18-11.

Annar leikhluti var skárri en sá fyrsti þar sem leikmenn beggja liða náðu að hrista úr sér mestu spennuna og fóru að finna sig betur. Varnarleikur FSu var sterkur og áttu heimamenn í mesta basli með að stilla almennilega upp í sóknarleiknum. Í hálfleik var FSu með 10 stiga forskot 37-27.

Seinni hálfleikur byrjaði með 11-0 spretti KFÍ og voru þeir komnir með forystu eftir aðeins 2 mínutur. FSu svaraði áhlaupinu og náðu aftur 8 stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta, en aftur kom sterkur kafli heimamanna sem höfðu tveggja stiga forystu fyrir lokahlutann 57-55.

KFÍ náði að auka muninn í upphafi fjórða leikhluta og voru mest 8 stigum yfir í leikhlutanum. Þegar 3 mínutur voru eftir af leiknum var KFÍ yfir 71-63, en þá skelltu FSu menn í lás varnarlega og tóku 9-0 sprett sem tryggði sigurinn 72-71 FSu í vil lokatölur.

Collin Pryor átti góðan leik og endaði með 27 stig og 18 fráköst, Svavar Ingi kláraði með 12 stig og 4 fráköst, Ari Gylfason var með 10 stig, Geir Helgason 9 stig og Þórarinn Friðriksson 6 stig.

Frábært að sigra fyrsta leik og það á erfiðum útivelli á Ísafirði en ljóst er að liðið á mikið inni sóknarlega og margir leikmenn fundu sig ekki í sókninni í kvöld. Vörnin var hins vegar hreyfanleg og vel stillt bróðurpart leiksins. 

Næsti leikur hjá liðinu er á Þriðjudaginn næsta í Iðu á móti Val sem féll úr úrvalsdeildinni eftir síðasta leiktímabil. Leikurinn hefst kl 20:00.

Unglingaflokkur karla spilar á útivelli gegn Keflavík kl 13 á sunnudaginn og meistaraflokkur kvenna hefur leik kl 18 á sunnudaginn þegar Njarðvík kemur í heimsókn.

 

Boltinn byrjaður á fullu.

1798999 10100327272222490 6876814641199988765 oNú er körfubltinn komin á fullt, undirbúningur flestra liða innan FSu á lokastigi og sum lið byrjuð að keppa.

Unglingaflokkur karla eru búnir að spila tvo leiki í íslandsmóti, sorglegt tap í fyrsta leik gegn Stjörnunni á útivelli 72-70 og svo sigur gegn KR á heimavelli 88-80.

Meistaraflokkur karla hefur leik á föstudaginn þegar þeir mæta KFÍ á útivelli og eiga svo heimaleik gegn Val þriðjudaginn 14.október kl 19:15.

Meistaraflokkur kvenna hefja leik um helgina þegar Njarðvík kemur í heimsókn í Iðu.

Drengjaflokkur spilar sinn fyrsta leik á útivelli gegn ÍR miðvikudaginn 15. október.

Í minniboltanum er metfjöldi að mæta á æfingar en þar eru tæplega 40 krakkar að mæta á æfingar og er það mikið gleðiefni og vonandi heldur þessi hópur áfram að stækka.

Erik Olson einn af aðalþjálfurum í körfuboltabúðum Luol Deng.

Luol-Deng-007Erik Olson þjálfari FSu hélt í morgun til London þar sem hann mun dvelja næstu daga. Ekki er um frídaga að ræða þar sem Erik mun þjálfa í körfuboltabúðum Luol Deng.

Luol Deng er í dag leikmaður Miami Heat í NBA deildinni og hefur hann haldið stórar æfingabúðir árlega í London síðustu ár.

Hann setti sig í samband við Erik Olson fyrir nokkrum vikum og bað hann um að vera einn af 3 aðalþjálfurum búðanna sem Erik þáði með þökkum. 

Körfuboltabúðir FSU 2014 tókust vel.

10464283 312487902265919 7453339528654707130 nKörfuboltabúðir FSu 2014 þóttu takast vel þetta árið og fjöldi iðkenda fer vaxandi og er stefnan sett á að gera enn betur á næsta ári.

Á Selfossi komu alls um 60 krakkar á búðirnar og stóðu búðirnar yfir í 4 daga. Gestaþjálfararnir voru mjög ánægðir með krakkana og hrósuðu þeim mikið fyrir áhuga og vinnusemi. 

Á Akureyri komu tæplega 30 krakkar til æfinga en þar stóðu búðirnar í 2 daga. 

Strax er farið að huga að leiðum til að gera betur á næsta ári og þessar búðir eru komnar til að vera það er öruggt.

Skipuleggjendur og þjálfarar þakka kærlega fyrir sig og okkur er farið að hlakka til að gera þetta aftur.

Sérstakar þakkir fá gestgjafar okkar og vinaklúbbur Þór Akureyri.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©