4 leikmenn frá FSU í æfingarhópum yngri landsliða.

4 leikmenn hafa frá FSU hafa verið boðaðir til æfinga hjá yngri landsliðum Íslands fyrir verkefni sumarsins. 

Leikmennirnir sem hafa verið kallaðir til æfinga eru:

Nína Jenný Kristjánsdóttir u18 kvenna

Margrét Hrund Arnarsdóttir u18 kvenna

Jörundur Hjartarson u16 karla 

Sveinbjörn Jóhannesson u16 karla

 

Við óskum krökkunum innilega til hamingju með þetta.

Góður sigur hjá 11.flokk.

Strákarnir í 11.flokk voru komnir snemma á fætur í dag þar sem þeir áttu útileik við Tindastól og þess vegna langt ferðalag framundan. Þeir voru mættir galvaskir rétt fyrir klukkan 6 í morgun til að leggja í hann.

Ferðin hefur greinilega ekki laggst mjög illa í drengina þar sem þeir sóttu sigur í Skagafjörðinn, lokatölur 58-51 FSU í vil.

Stigaskor FSU: Jörundur 16 stig, Sveinbjörn 13 stig, Hilmir 13 stig, Haukur 12 stig, Sindri 2 stig, Sverrir 2 stig. 

Sigur fyrir jólin.

fatherolson 2ÍA kom í heimsókn í Iðu í kvöld og spiluðu við FSU strákana í síðasta leik fyrir jólafrí. ÍA hefur komið mörgum á óvart í haust og voru fyrir leikinn með 8 stig eftir 7 leiki en FSU með 6 stig eftir jafn marga leiki.

FSU byrjuðu leikinn betur og virtust einbeittir í sókninni en varnarleikurinn var ekki eins beittur og þess vegna voru ÍA aldrei langt undan. Collin Pryor fór vel af stað í sókninni og í vörninni beið hans það hlutverk að reyna að hægja á stigahsta leikmanni allra deilda á Íslandi Zachary Warren en hann hefur verið að skora rúm 40 stig að meðaltali í vetur. Staðan eftir 1.leikhluta 24-19 FSU í vil.

Leikurinn var jafn í 2.leikhluta og skiptust liðin á körfum og fóru þar fremstir Collin Pryor og Zachary Warren. Gaman var að fylgjast með þessum leikmönnum eigast við þar sem mikill hæðarmunur er á þeim en Collin er um 2 metrar en Zachary nær varla 180 cm. En sá stutti var samt gríðarlega árásargjarn og iðinn við að skjóta á körfuna. FSU fór inn í hálfleikinn með 5 stiga forystu 45-40. 

Seinni hálfleikur hófst með árás FSU manna, þeir komu mun einbeittari inn á völlinn og fóru að stíga betur upp i vörninni og neyddu gestina til að taka erfið skot og gera mistök í sínum leik. Svavar Ingi fór að raða niður þriggja stiga körfum og Ari var iðinn við að nýta sér göt í vörn ÍA. FSU vann leikhlutann 35-21 og leiddu leikinn 80-61 fyrir lokahlutann. 

Áfram voru FSU menn betri og komust mest í 23 stiga mun og varð leikurinn aldrei spennandi á seinustu metrunum. FSU vann nokkuð sannfærandi sigur 102-87 þar sem nánast allir komu við sögu í leik FSU.

Stigahæstir FSU: Collin 38 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, Ari 19 stig, 10 fráköst, 5 stoðsendingar, Svavar 19 stig, Birkir 10 stig, Hlynur 10 stig, 4 fráköst, 10 stoðsendingar.

 

Síðasti leikur fyrir jól.

logo fsuÁ fimmtudaginn er síðasti heimaleikur ársins í Iðu þegar ÍA kemur í heimsókn kl 19:15. 

Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem baráttan er hörð í efri helming deildarinnar. Bæði lið hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og þurfa á sigri að halda til að rétta af hallann. 

Við viljum hvetja alla til að mæta í Iðu og styðja FSU til sigurs í leiknum. Heitt verður á könnunni í fyrir leik og í hálfleik og er ekki reiknað með öðru en að hér verði gríðarlega spennandi leikur á ferð.

ÁFRAM FSU.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 16th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©