Þriðji tapleikurinn í röð staðreynd.

Hamarsmenn fengu nágranna sína frá Selfossi í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í kvöld. Bæði lið vildu enda taphrinur sínar en Hamarsmenn höfðu tapað síðustu þrem leikjum en FSu síðustu tveimur.
 
 
Hamarsmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 10-2 en þá tók FSu leikhlé. Þeir unnu sig inn í leikinn en þó voru Hamarsmenn alltaf skrefinu á undan og var staðan eftir fyrsta leikhluta 28-22. Í öðrum leikhluta snérust þó hlutirnir við og FSu tók stjórnina, þeir jöfnuðu metin í 30-30 og Hamarsmenn tóku leikhlé. FSu héldu þó áfram að keyra á þá og komust þeir í 39-44 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Þá tók Hamar aftur leikhlé og jafnaðist leikurinn. Staðan 40-45 FSu í vil. Stigahæðstur í liði Hamars var Danero með 17 stig en Pryor var með 15 í liði gestanna. 

Síðari hálfleikur hófst líkt og leikurinn byrjaði, með áhlaupi heimamanna. Eftir þrjár mínútur tók FSu leikhlé og Hamarsmenn komnir yfir 47-45. Hart var barist inná vellinum og voru bæði lið að fá mikið af villum á sig, hjá gestunum voru Pryor og Svavar komnir með fjórar og hvíldu þeir út leikhlutann. Þriðji leikhlutinn var allur jafn og fyrir loka fjórðunginn var staðan 62-60 fyrir Hamar. Danero var komin með 28 stig en hjá gestunum var Ari að stíga upp með 20.
 
Í fjórða leikhuta var mikil spenna og hart barist um alla bolta. Hamars menn komust í 70-62 en FSu jafna 70-70 og Hamar tekur leikhlé með 6:02 eftir á klukkunni. Þegar um ein og hálfmínuta var eftir setti Halldór Jónsson risa þrist fyrir heimamenn og kom muninum í 83-76 FSu skoraði síðan í næstu sókn og stálu boltanum og Pryor tróð með tilþrifum. 83-80. Hamarsmenn töpuðu síðan boltanum í næstu sókn og FSu tók leikhlé með 33 sekúndur á klukkunni. Svavar fékk boltan fyrir utan línuna og setti niður trölla þrist og janaði metin. Hamarsmenn tóku þá leikhlé og voru 25 sek eftir. Aron fékk fínt skotfæri en það geigaði og Fsu hélt í sókn. Boltinn hrökk útaf þegar 4 sekúndur voru eftir og Fsu átti innkast. Pryor fékk boltan og skaut, en boltinn skoppaði af hringnum og því þurfti framlengingu.
 
Í framlengingunni skiptust liðin á að skora stórar körfur og í stöðunni 96-94 byrjuðu Hamarsmenn að taka framúr og kláruðu þeir leikinn á línunni lokatölur 101-97. Hjá Hamri var Danero Thomas atkvæðamestur með 42 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar, næstur á eftir honum var Halldór Jónsson með 20 stig. Í liði Fsu var Ari með 27 stig og Pryor með 25 stig og 11 fráköst. Hamarsmenn unnu þar með sinn fyrsta heimaleik og enduðu taphrinu sína, en FSu þarf að bíta í súrt epli og eru þeir búnir að tapa síðustu þremur leikjum.

Bikarinn ekki á Selfoss.

1463648 10100151726946630 58456876 nFSU og Fjölnir áttust við í Grafarvogi í kvöld í bikarkeppni karla. Þessi lið mættust fyrir rúmri viku síðan í deildarkeppni þar sem Fjölnir hafði betur.

Leikurinn fór rólega af stað og skiptust liðin á körfum framan af en Fjölnir átti góðan lokasprett í leikhlutanum og leiddu leikinn eftir 10 mínutur 24-19. Annar leikhluti fer ekki í neinar metabækur fyrir varnarleik hjá okkar mönnum í FSU. Fjölnismenn gerðu nokkurn veginn það sem þeim sýndist í sókninni og voru strákarnir í FSU nánast áhorfendur í þessum hluta leiksins. Forskot Fjölnis í hálfleik var því orðið 19 stig, 59-40.

Í leikhlé kveikti Erik Olson þjálfari á hárblásaranum inn í klefa og virtist það hafa skilað einhverju því seinni hálfleikur byrjaði á miklu áhlaupi FSU og voru þeir miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Smám saman minnkaði forskot heimamanna og þegar 5 mínutur voru eftir af leiknum átti FSU möguleika á að minnka forystuna niður í aðeins eitt stig en það rann úr greipum FSU og Fjölnir eyddi mest öllum 4.leikhluta á vítalínunni þar sem þeir skorðuð flest af sínum stigum í lok leiksins. Lokatölur í leiknum urðu 104-92 og Fjölnir heldur áfram í 8 liða úrslit.

Stigahæstir FSU: Collin 40 stig, 20 fráköst, Hlynur 16 stig, Ari 14 stig, 4 stolnir boltar, Svavar 11 stig og 8 fráköst.

Næsti leikur strákanna er á fimmtudaginn gegn Hamar og verður sá leikur í Hveragerði.

Stelpurnar úr leik í bikarkeppni.

logo fsuNú fyrir lauk leik Njarðvíkur og FSU í bikarkeppni kvenna. Njarðvík leikur í úrvalsdeild og var því vitað fyrir leik að barátan yrði erfið í leiknum.

Skemmst er frá því að segja að Njarðvík átti ekki í vandræðum með að slá stelpurnar okkar úr bikarnum og endaði leikurinn 93-36 fyrir Njarðvík.

Þetta var síðasti lekurinn hjá stelpunum á þessu ári og eiga þær næsta leik í Janúar.

Á sunnudaginn fara strákarnir okkar í Grafarvoginn þar sem þeir mæta Fjölni í 16 liða úrslitum í bikarkeppninni. Leikurinn hefst kl 19:15

Fyrsti sigur hjá stelpunum.

logo fsu.isSameiginlegt lið FSU og Hrunamann mætti Grindavík -b í Iðu síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn hafði lið FSU ekki unnið leik í deildinni en Grindavík hafði sigrað tvo leiki, gegn Tindastól og gegn Þór en bæði þessi lið höfðu áður sigrað FSU.

Það var ljóst í upphafi leiks að FSU ætlaði sér stóra hluti, þær komust í 9-1 a fyrstu mínutunum og voru að spila vel. Grindavík kom vel til baka og staðan að loknum 1.leikhluta var 14-12 FSU í vil.

Annar hlutinn byrjaði svipað og sá fyrsti og heimastúlkur fóru hratt af stað og náðu að búa til gott bil á milli liðanna, staðan í leikhlé var 32-20 fyrir FSU.

Seinni hálfleikur byrjaði með góðum spretti FSU og ekki að sjá að þær ætluðu að gefa neitt eftir í þessum leik. Hittnin var góð og vörnin small vel saman. FSU fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi, lokatölur 61-42 og fyrsti sigur FSU í höfn.

Stigahæstar: Jasmine Alston 16 stig, Karen Munda Jónsdóttir 13 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 10 stig, Hafdís Ellertsdóttir 9 stig, Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir 5 stig. 

Næsti leikur hjá stelpunum er í bikarkeppni gegn Njarðvík á föstudaginn en hann er spilaður í Njarðvík.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 16th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©