Camp USA hefst á miðvikudaginn.

CAMP USA

Körfuboltabúðir FSu 2014 hefjast á miðvikudaginn næsta í Iðu á Selfossi.

Búðirnar standa frá miðvikudegi til laugardags og eru æfingar fyrir yngri hópinn 13 ára og yngri kl 9:30 til 11:30 og fyrir 13 ára og eldri eru æfingarnar frá 12:30 til 15:30.

Skráningar eru enn opnar en ekki eru mörg pláss eftir.

Gott er að mæta aðeins fyrr fyrsta daginn til að ganga frá greiðslu og skráningu.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Skráningar komnar á fullt.

COACHINGCLINICSkráningar í körfuboltabúðir FSu eru komnar á fullt og af gefnu tilefni viljum við benda þeim sem ætla sér að koma í búðirnar að vera ekki of sein. 

Gestaþjálfarar eru farnir að skýrast og getum við staðfest að Finnur Freyr Stefánsson þjálfari íslandsmeistara KR mun koma til okkar og einnig Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka og íslenska kvennalandsliðsins. Fleiri gestir munu koma og verða þeir tilkynntir á næstu vikum.

Einnig viljum við vekja athygli á þjálfaranámskeiðinu okkar en við voru með eitt slíkt í fyrra samferða búðunum okkar og heppnaðist það mjög vel.

Mike Olson, Erik Olson og Ryan Thompson munu þar halda fyrirlestra og hugsanlegt er að fleiri komi þar fram.

 

Skráningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Maciek skrifar undir hjá FSu

yyMaciek Klimaszewski hefur skrifaðu undir framlengingu á samning sínum við FSu og mun hann því spila með liðinu á komandi tímabili.

Magic hefur tekið miklum framförum á síðustu leiktímabilum og er ekki við öðru að búast en að það haldi áfram.

Við fögnum því að fá að hafa þennan strák hjá okkur áfram.

Svavar og Maciek valdir í u-20 landslið Íslands.

unnamedSvavar Ingi Stefansson og Maciek Klimaszewski leikmenn FSu hafa verið valdir í u20 ára lið karla sem tekur þátt á norðurlandamóti í Helsinki síðar í þessum mánuði. 

Alls voru þrír leikmenn valdir frá FSu í æfingarhóp en Erlendur Stefánsson æfði með liðinu en komst ekki í hópinn að þessu sinni. 

Glæsilegur árangur hjá strákunum og óskum við þeim alls hins besta á mótinu.

Áfram Ísland og áfram FSu.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©