Körfuboltabúðir 2014

10364389 10100241051898710 972186692 nphoto 2Hinar árlegu körfuboltabúðir FSu verða haldnar í sumar nánar tiltekið 23-26 júlí.

Í ár fáum við til okkar tvo frábæra þjálfara frá Bandaríkjunum en það eru Mike Olson sem kom einnig til okkar í fyrra. Mike er aðalþjálfari Kimball union academy en það lið spilar í sterkustu High School deild USA en þar hafa runnið í gegn um það bil 50 NBA leikmenn. Mike er aðalþjálfari u-18 ára landsliðs Bandaríkjanna og stjórnar American Elite placemnet agency en það er einmitt sú stofnun sem þessar búðir eru settar upp í samstarfi við. Mike Olson þjálfaði rúmlega 20 tímabil í NCAA háskóladeildinni. 

Ryan Thompson er aðalþjálfari Hazen high school í Seattle en þar áður var hann hjá Jamestown háskólanum. Ryan vinnur mikið við að koma erlendum nemendum fyrir í skólum í Bandaríkjunum og hefur unnið mikið með American Elite placement agency. 

Erik Olson aðalþjálfari FSu á Selfossi mun einnig þjálfa í búðunum en hann er nýkomin heim  eftir að hafa starfað sem aðstoðarþjálfari hjá u-18 ára liði Bandaríkjanna. Skemmtilegir gestaþjálfarar og aðrir gestir kíkja í heimsókn og á lokadegi verður þjálfaranámskeið líkt og í fyrra.

Búðirnar eru opnar öllum á aldrinum 8-20 ára og jafnvel eldra ef óskað er eftir.

Eftir búðirnar á Selfossi munum við leggja land undir fót og verðum með búðir á Akureyri. 

Allar frekari upplýsingar:

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

og  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Leikmenn FSU í landsliðsverkefnum.

kki logo2Nú á vordögum fara af stað æfingar fyrir landsliðsverkefni yngri landsliða og þar verða á ferðinni nokkrir leikmenn frá FSu.

Jörundur Hjartarson og Sveinbjörn Jóhannesson hefja æfingar með u16 ára landsliðinu. Nína Jenný Kristjánsdóttir hefur æfingar með u18 ára liði kvenna en bæði þessi lið eru á leiðinni til Solna í Svíþjóð á norðurlandamót.

U20 ára lið karla hefur æfingar í maí og þar eru á ferðinni Svavar Stefánsson, Maciek Klimaszewski og Erlendur Stefánsson frá FSu.

 

Fleiri undirskriftir.

unnamed 1Leikmannahópur meistaraflokks karla hjá FSu heldur áfram að taka á sig mynd fyrir næsta tímabil en í dag skrifuðu tveir leikmenn undir samning um að spila fyrir liðið áfram. 

Leikmennirnir sem um ræðir eru fyrirliðar liðsins frá því í á síðasta tímabili Ari Gylfason og Arnþór Tryggvason. 

Ari Gylfason hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði FSu síðastliðin 2 tímabil og er mikið gleðiefni að hann hafi ákveðið að taka slaginn áfram með liðinu. Á síðastliðnu tímabili skoraði Ari 17,9 stig að meðaltali og tók tæp 4 fráköst að meðaltali.

Arnþór Tryggvason er á góðri leið með að verða leikjahæsti leikmaður félagsins en þessi 26 ára leikmaður hefur verið lengi með liðinu og frábært að hann ætli sér að vera áfram. Á síðasta tímabili tók Arnþór miklum framförum og spilaði lykilhlutverk í síðustu leikjunum. 

FSu hefur einnig samið við Fraser Malcolm fyrir næstkomandi tímabil. Fraser er 18 ára gamall og kemur frá Skotlandi. Hann hefur verið í yngri landsliðum Breta síðastliðin ár og stefnir á að komast í u-20 ára lið þeirra í sumar. Fraser mun sækja nám í FSu á meðan hann spilar með liðinu en hann er aðallega að koma til að auka möguleikana sína á að komast á styrk í skóla í Bandaríkjunum og mun hann spila með drengja og unglingaflokki FSu. Hann segist hlakka mikið til að koma og er spenntur fyrir því að koma í skólann.10342648 10100230310145270 1435471963 n

U-18 ára lið Bandaríkjanna í 2.sæti.

10155109 657506627620235 3674077893537881051 nLandslið Bandaríkjanna skipað leikmönnum undir 18 ára lentu í 2.sæti á The Albert Schweitzer Tournament sem er nokkurs konar heimsmeistaramót undir 18 ára liða. Okkar maður Erik Olson var aðstoðarþjálfari liðsins á mótinu.

Liðið fór nokkuð auðveldlega í gegnum riðlakeppnina og unnu Serbíu í undanúrslitum en þurftu að sætta sig við naumt tap gegn Ítalíu í úrslitaleiknum. 

Í liði Bandaríkjanna voru margir af efnilegustu leikmönnum landsins sem munu sennilega koma sér fyrir í NBA deildinni á næstu árum. 

Vel gert Erik Olson.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©