Sigur hjá stelpunum.

1796581 530671063696714 850223393 nStelpurnar í FSU fóru til Akureyrar á sunnudaginn og mættu þar liði Þórs.

Fyrr á tímabilinu mættust þessi lið á Selfossi og þá var það Þór sem hafði betur. 

En stelpurnar okkar hafa verið í mikilli framför og hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og stríddu toppliðunum verulega í seinni umferðinni. Ungu stelpurnar frá Flúðum hafa verið að koma meira inn í liðið og staðið sig frábærlega.

Skemmst er frá því að segja að stelpurnar sóttu sigur á Akureyri 62-53 lokatölur.

Stigahæstar: Jasmine 19 stig, Rakel 10, Nína 7, Valgerður 7, Þórdís 5, Andrea 5 og Hrafnhildur 4. 

Glæsilegur sigur hjá stelpunum.

Slagurinn um suðurland.

Næstkomandi fimmtudag verður risaleikur í Iðu á Selfossi kl 19:15.

Þar mætast FSU og Hamar í 1.deild karla í körfubolta og eins og flestir vita er hér um nágrannaslag að ræða. En einnig eru þessi tvö lið jöfn að stigum í deildinni og eru að berjast um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. 

Hamar hafði betur þegar þessi lið mættust í Hveragerði fyrir áramót og hafa því heimamenn í FSU harma að hefna á fimmtudaginn.

Þetta er leikur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og hvetjum við alla til að kíkja í Iðu á fimmtudaginn.

1937977 10100197246549980 1034011854 n

Tap hjá stelpunum.

1797537 530671380363349 334479539 nStelpurnar í FSU fengu Fjölni í heimsókn í Iðu í gær í 1.deild kvenna. Í fyrri umferðinni höfðu Fjölnir nokkuð auðveldan sigur þegar þessi lið mættust. 

FSU byrjaði betur og höfðu forystu mest allan fyrsta leikhlutann, Fjölnir kom þó til baka og jafnaði leikinn og tóku forystu sem þær héldu fram að hálfleik. 

Í seinni hálfleik jókst bilið jafnt og þétt og voru stelpurnar í Fjölni komnar með 10 stiga forystu fljótlega í hálfleiknum. 

Nokkrum sinnum náði FSU að minnka bilið niður í 8 stig en nær komust þær aldrei. Lokatölur 59-73 Fjölni í vil.

Stigahæstar: Margrét 20 stig, Jasmine 19 stig, Rakel 8 stig, Þórdís 5 stig. 

 

Sigur er sigur.

75212 10152524278503345 1900018930 nFSU heimsótti Augnablik í Kórinn í Kópavogi í dag.

Fyrir leikinn hafði Augnablik ekki unnið leik í vetur en FSU í 6.sæti með 12 stig. 

Leikurinn hófst með körfum frá heimamönnum í Augnablik og fyrstu skot FSU geiguðu öll enda öll tekin af löngu færi. Margir héldu að hér væri um að ræða góða byrjun Augnabliks sem myndi svo deyja hægt og rólega út, en annað var á döfinni hjá leikmönnum Augnabliks. Skot heimamanna héldu áfram að rata rétta leið og leiddu þeir eftir fyrstu 10 mínúturnar 27-23. 

Annar leikhluti var litlu skárri hjá FSU, leikmenn virtust áhugalausir og orkulausir og ekkert gekk upp hvort sem um sókn eða vörn var að ræða. Eini ljósi punktur leiksins var Birkir Víðisson sem kom inn á mjög grimmur bæði í vörn og sókn.  FSU náði þó að jafna leikinn fyrir hálfleik og staðan í leikhlé 44-44.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði með einstöku áhugaleysi leikmanna FSU á verkefninu og gestgjafarnir voru að spila vel þannig að lítið gekk að búa til bil á milli liðanna og staðan eftir 3.hlutann 61-64 FSU í vil. 

Síðasti hlutinn fór af stað með smá lífsmarki FSU manna sem náðu að halda smá forskoti og Erlendur Stefánsson fór að vakna til lífsins ásamt Collin Pryor. FSU náði að kreista út sigur 85-94 í afskaplega döprum körfuboltaleik. 

Það er ekki margt sem stendur upp úr eftir svona leik nema þá kannski góð áminnig um hversu einfalt er að tapa fyrir hverjum sem er. 

Dómgæslan var frekar slök og aldrei hægt að fylgja neinni línu frá dómurum leiksins sem gátu illa ákveðið sig hvort þeir ætluðu að leyfa smá átök eða hreinlega að blása á allt. 

Stigahæstir: Collin 32 stig, 17 fráköst, Elli 27 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, Birkir 13 stig og 4 fráköst. 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©