10.flokkur stóð sig vel.

1800194 10202184709151966 893736561 nStrákarnir í 10.flokki luku keppni í Stykkishólmi í dag með leikjum gegn Keflavík og Snæfelli.

Leikurinn gegn Keflavík tapaðist naumlega 57-63, en Kelfavik vann alla sina leiki á mótinu.

Stigaskor:

Jörundur 22, Sveinbjörn 14, Hilmir 14, Oskar 4, Arnór 3

Síðasti leikurinn var gegn Snæfell og þar vannst sigur 61-53.

Stigaskor: Óskar 26, Jörundur 19, Sveinbjörn 5, Arnór 5, Addi 4 og Hilmir 2.

Annað sætið var því niðurstaðan í B-riðli og er það frábær árangur hjá þessum strákum sem eru til alls líklegir á næstu árum og vonandi eiga þeir eftir að spila saman í mörg ár því þarna eru framtíðarmeistarar á ferðinni.

Annar sigur hjá 10.flokk.

1800194 10202184709151966 893736561 n10.flokkur drengja heldur áfram að gera það gott í 3.umferð Íslandsmótsins sem fer fram í Stykkishólmi.

Annar leikur dagsins var gegn ÍR og unnu strákarnir góðan sigur 71-51.

Stigaskor: Sveinbjörn 29 stig og 20 fráköst, Jörundur 25 stig og 11 fráköst, Óskar 7 stig, Hilmir 4 stig, Arnór 4 stig, Addi 2 stig.

Á morgun leika strákarnir við Keflavík og Snæfell.

10.flokkur stendur í ströngu.

10.flokkur drengja er að spila í B-riðli Íslandsmótsins núna um helgina en þeir hafa staðið sig mjög vel í vetur.

Einn leikur er búinn en FSU mætti Fjölni og er skemmst frá því að segja að FSU vann auðveldan sigur í þeim leik 70-49.

Sigahæstir:

Sveinbjörn 22, Jörundur 16, Óskar 13, Hilmir 7, Arnór 7, Addi 5

Hetjuleg barátta hjá stelpunum.

Newfsulogo 2FSU mætti Breiðablik í kvöld í 1.deild kvenna en leikuinn fór fram í Kópavogi.

Breiðablik var á toppi fyrstu deildar og hafa verið mjög sterkar í vetur og eru nýbúnar að bæta við sig erlendum leikmanni.

Jafnræðai var með liðunum í upphafi og liðin skiptust á að hafa forystuna í 1.leikhluta. FSU stelpurnar sýndu Breiðablik enga virðingu og börðust vel í vörninni. Staðan í lok 1.leikhluta var 17-20 FSU í vil.

Annar leikhluti var frábær hjá FSU og fundu heimastúlkur í Breiðablik enga leið framhjá vörn FSU. FSU vann leikhlutann 6-17 og leiddu í hálfleik 37-23.

Í seinni hálfleik komu Breiðablik sér betur inn í leikinn og fóru að minnka forskotið jafnt og þétt, en FSU var ekki á því að gefa eftir og fóru inn í lokahlutann með 45-51 forystu. 

Á lokahluta leiksins náðu Breiðablik að jafna leikinn og sigldu fram úr á síðustu tveimur mínutum leiksins. Grátlega naumt tap 77-66 fyrir sterku liði Breiðabliks en stelpurnar sýndu þarna að þær eru til alls líklegar í næstu leikjum.

Stigahæstar: Jasmine 15 stig, Nína 11 stig, Margrét 10 stig, Þórdís 10 stig, Ragnheiður 6 stig, Karen 5 stig, Andrea 4 stig, Hrafnhildur 3 stig og Hildur 2 stig. 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©