Körfuboltabúðir

Nú er rétt tæpur mánuður í að körfuboltabúðir Fsu og Baketball Across Borders hefjist í Iðu á Selfossi. Skráning gengur vel og er nú rétt rúmlega helmingur af þeim sætum sem eru í boði frátekin, þannig að þeir sem eru að hugsa málið ættu að drífa sig í að ganga frá sinni skráningu.

Einnig hefur verið ákveðið að halda þjálfaranámskeið samhliða búðunum þar sem boðið verður upp á fyrirlestra frá gestaþjálfurum samhliða æfingum. Áætlað er að fyrirlestrarnir verði allir á einum og sama deginum og er verið að leggja lokahönd á skipulagningu á þeim degi.

Eins og áður hefur verið sagt ætti enginn að láta þetta tækifæri framhjá sér fara þar sem reynslumiklir þjálfarar eru að mæta á svæðið sem vonast eftir að finna hér á landi leikmenn sem hafa áhuga á að sækja nám til USA.

Kostnaður við búðirnar fyrir leikmenn er 15.000 kr fyrir alla dagana eða 5000 kr stakur dagur. Innifalið er hressing og léttur matur yfir daginn og grillveisla í lok búðanna.

Kostnaður fyrir þjálfara á námskeið er 5000 kr.

Allar skráningar og fyrirspurnir skal senda í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..1011731 10201193387734102 2143631021 n

Jörundur spilaði fyrir Ísland.

Jörundur Snær Hjartarson leikmaður FSu var á dögunum valinn í u15 ára landslið Íslands til þess að taka þátt í Copenhagen-Invitational mótinu í Kaupmannahöfn. Drengirnir gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 2. sæti. Jörundur stóð sig mjög vel og var sjálfum sér og félaginu til mikils sóma. Þar er gríðarlega efnilegur leikmaður á ferð og ef hann heldur rétt á spilunum á hann eftir að ná langt í framtíðinni. Við óskum Jörundi til hamingju með góðan árangur og hlökkum til að fylgjast með honum á næsta tímabili.264856 3141938724687 1533737348 n

Erlendur Ágúst semur við FSu.

Erlendur Ágúst Stefánsson hefur skrifað undir eins árs samning við FSu og mun því spila fyrir liðið á komandi leiktímabili. Erlendur er gríðarlega efnilegur leikmaður en hann kemur til FSu frá Þór í Þorlákshöfn. Hann er nýkomin til landsins en hann lék með U-18 ára liði Íslands á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð. Við bjóðum Erlend hjartanlega velkomin og það verður gaman að sjá hann í búningi FSu í haust.

photo 9

Arnþór og Daníel skrifa undir samninga.

Arnþór Tryggvason og Daníel Kolbeinsson hafa skrifað undir samninga við FSu og munu því leika áfram með liðinu á komandi tímabili. Arnþór hefur leikið með félaginu síðustu árin og vaxið mikið sem leikmaður og mun bera titil fyrirliða á næsta leiktímabili og þykir hann gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Daníel hefur eytt mestum hluta sinnar ævi á fjölum Iðu og tók hann miklum framförum á síðasta tímabili og leysti mikilvægt hlutverk fyrir félagið.  Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið og gaman að fá að hafa þá hjá okkur áfram.

photo 8

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Tuesday the 17th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©