Unglingaflokkur sigraði Snæfell/Skallagrím.

75212 10152524278503345 1900018930 nSameiginlegt lið Snæfells og Skallagríms í unglingaflokki karla komu í heimsókn í Iðu og spiluðu við unglingaflokk FSU í gær.

Þessi lið höfðu mæst áður í Stykkishólmi síðastliðið haust þar sem Snæfell/Skallagrímur höfðu betur. 

Í þessum leik var það hins vegar FSU sem sigraði. FSU var með góð tök á leiknum frá upphafi til enda. Til dæmis fór 3 .leikhluti 28-11 FSU í vil en munurinn varð þó á endanum ekki nema 11 stig og lokatölur urðu 84-73.

Stigahæstir FSU: Geir 25 stig , Birkir 17 stig, Svavar 14 stig, Elli 13 stig, Gisli 11 stig.

Stríð í Síðuskóla.

timthumb 1FSU og Þór Akureyri mættust fyrir norðan síðastliðið föstudagskvöld í 1.deild karla. Fyrir leikinn voru Þór í 2.sæti deildarinnar en FSU í því fjórða.

Leikurinn hófst með miklum látum hjá FSU, þórsarar komust lítið áleiðis gegn vörn gestanna og FSU keyrði hraðann upp og settu skotin sín niður. Ari Gylfason var skæður í fyrsta leikhluta og setti 18 stig á fyrstu 10 mínutunum. Staðan í lok 1.leikhluta 26-11 FSU í vil.

Annar leikhluti var algjörlega andstæðan við þann fyrsta og Þórsarar komust inn í leikinn með því að hægja á sóknarleik FSU og skoruðu auðveldar körfur inn í teig gestanna. Staðan í hálfleik 41-35 FSU leiddi enn.

Seinni hálfleikur hófst með látum frá heimamönnum, þeir mættu grimmir til leiks varnarlega og náðu að ýta FSU algjörlega út úr sínum sóknarleik. FSU fékk engin auðveld skot og voru í miklum vændræðum. Fyrir lokaleikhlutann leiddi Þór 56-53.

Vandræði FSU héldu áfram í 4.leikhluta og náðu þórsarar að komast í þægilegt forskot um miðjan leikhutann. FSU gafst þó aldrei upp og náðu að minnka muninn undir lokin en Þór kláraði leikinn á vítalínunni. Lokatölur 87-83 fyrir Þór.

Stigahæstir FSU: Ari 26 stig , Collin 23 stig, 21 frákast, Hlynur 16 stig, 5 fráköst, Svavar 11 stig.

Aðeins 5 leikmenn komust á blað hjá FSU og aðeins 6 leikmenn hjá Þór og þar skoraði sjötti maðurinn 2 stig undir lokin. Árangur Þórs hefur komið mörgum á óvart í vetur en á meðan þeir spila eins og þeir gerðu í þessum leik þarf árangur þeirra ekki að koma neinum á óvart. Þeir eru með reynslumikið lið og eru með besta varnarlið deildarinnar að mati margra. Lið FSU hins vegar er gríðarlega ungt og er meðalaldur liðsins undir 20 árum. En þessir ungu leikmenn hafa fengið í hendurnar þá ábyrgð að standast væntingar í leikjum gegn reynslumeiri leikmönnum í hverri viku og má ekki gleyma að þeir eru í miklu kapphlaupi um að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 1.deildar. 

Næsti leikur FSU er gegn Hetti næstkomandi föstudag í Iðu kl 19:15.

Unglingaflokkur mætir Snæfelli í Iðu í kvöld kl 20.

Meistaraflokkur kvenna mætir Laugdælum annað kvöld á Laugarvatni kl 20.

Tap gegn Stjörnunni í 1.deild kvenna

Stelpurnar okkar í FSU fóru í Garðabæinn á Laugardaginn og spiluðu þar við Stjörnuna í 1.deild kvenna.

Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust liðin á að skora, Stjarnan var þó skrefinu á undan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta 16-10. FSU sóttu í sig veðrið í upphafi næsta leikhluta og jöfnuðu leikinn 19-19 þegar 16 mínutur voru liðnar af leiknum. En þá kom sterkur kafli hjá Stjörnunni og breyttist munurinn í 34-24 í leikhlé.

Þriðji leikhlutinn var banabiti FSU en þar gekk ekkert upp. Stjörnukonur hreinlega löbbuðu yfir FSU og unnu leikhlutann með 19 stiga mun. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan því orðin 60-30. 

FSU hristi af sér slenið í síðasta hlutanum en það dugði ekki til þar sem munurinn var orðin of mikill. Lokastaða 72-42 Stjörnunni í vil.

Stigahæstar FSU: Jasmine 20 stig, 11 fráköst, Valgerður 6 stig, 11 fráköst, Rakel, Margrét og Andrea 4 stig.

Næsti leikur hjá stelpunum er 21.janúar gegn Laugdælum.

Árið 2014 byrjar með sigri.

75212 10152524278503345 1900018930 nFSU skellti sér í rútuferð í Grafarvoginn og mættu þar Vængjum Júpiters í 1.deild karla en leikurinn fór fram í Rimaskóla.

Leikurinn fór af stað með týpískum hætti fyrir tvö lið sem hafa verið í allt of löngu jólafríi. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhlutann en FSU var skrefinu á undan og leiddi 27-24.

Á milli leikhluta fór Erik Olson þjáfari yfir varnarleik FSU manna þar sem heimamenn voru að fá of mikin tíma til að athfana sig með boltann í fyrsta hlutanum. Það virtist skila sér til leikmanna FSU og voru þeir miklu beittari í sínum varnarleik í þessum hluta leiksins. Munurinn jókst og sóknarleikurinn hraður og einbeittur hjá FSU. Staðan í hálfleik 50-34 FSU í vil.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, FSU beittari, hraðari og ákveðnari og heimamenn misstu boltann ítrekað og ef þeir héldu boltanum enduðu þeir í neyðarskoti til að klára sóknirnar. Fyrir lokahlutann leiddi FSU 74-51.

Síðasti hlutinn var mjög svipaður og munurinn orðinn á tímabili tæp 40 stig á liðunum. FSU sigraði leikinn örugglega 98-65 og færðu sig með þessum sigri upp í 4.sæti deildarinnar.

Stigahæstir FSU: Collin Pryor 38 stig, 11 fráköst, Svavar Ingi 16 stig, 5 fráköst, Hlynur Hreinsson 12 stig, Erlendur 8 stig, 8 fráköst, Birkir 6 stig og Geir 6 stig.

Allir leikmenn FSU fengu að spreyta sig og allir komust á blað í stigaskorun. Sá sem þetta ritar taldi 21 stolin bolta hjá FSU mönnum en það skilaði sér ekki á leikskýrslu frekar en margt annað.

Kvennalið FSU spilar við Stjörnuna í dag og unglingaflokkur karla á leik við Hauka á mánudaginn.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Sunday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©