Tap gegn Stjörnunni í 1.deild kvenna

Stelpurnar okkar í FSU fóru í Garðabæinn á Laugardaginn og spiluðu þar við Stjörnuna í 1.deild kvenna.

Leikurinn var jafn í upphafi og skiptust liðin á að skora, Stjarnan var þó skrefinu á undan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta 16-10. FSU sóttu í sig veðrið í upphafi næsta leikhluta og jöfnuðu leikinn 19-19 þegar 16 mínutur voru liðnar af leiknum. En þá kom sterkur kafli hjá Stjörnunni og breyttist munurinn í 34-24 í leikhlé.

Þriðji leikhlutinn var banabiti FSU en þar gekk ekkert upp. Stjörnukonur hreinlega löbbuðu yfir FSU og unnu leikhlutann með 19 stiga mun. Fyrir síðasta leikhlutann var staðan því orðin 60-30. 

FSU hristi af sér slenið í síðasta hlutanum en það dugði ekki til þar sem munurinn var orðin of mikill. Lokastaða 72-42 Stjörnunni í vil.

Stigahæstar FSU: Jasmine 20 stig, 11 fráköst, Valgerður 6 stig, 11 fráköst, Rakel, Margrét og Andrea 4 stig.

Næsti leikur hjá stelpunum er 21.janúar gegn Laugdælum.

Árið 2014 byrjar með sigri.

75212 10152524278503345 1900018930 nFSU skellti sér í rútuferð í Grafarvoginn og mættu þar Vængjum Júpiters í 1.deild karla en leikurinn fór fram í Rimaskóla.

Leikurinn fór af stað með týpískum hætti fyrir tvö lið sem hafa verið í allt of löngu jólafríi. Jafnræði var með liðunum allan fyrsta leikhlutann en FSU var skrefinu á undan og leiddi 27-24.

Á milli leikhluta fór Erik Olson þjáfari yfir varnarleik FSU manna þar sem heimamenn voru að fá of mikin tíma til að athfana sig með boltann í fyrsta hlutanum. Það virtist skila sér til leikmanna FSU og voru þeir miklu beittari í sínum varnarleik í þessum hluta leiksins. Munurinn jókst og sóknarleikurinn hraður og einbeittur hjá FSU. Staðan í hálfleik 50-34 FSU í vil.

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði, FSU beittari, hraðari og ákveðnari og heimamenn misstu boltann ítrekað og ef þeir héldu boltanum enduðu þeir í neyðarskoti til að klára sóknirnar. Fyrir lokahlutann leiddi FSU 74-51.

Síðasti hlutinn var mjög svipaður og munurinn orðinn á tímabili tæp 40 stig á liðunum. FSU sigraði leikinn örugglega 98-65 og færðu sig með þessum sigri upp í 4.sæti deildarinnar.

Stigahæstir FSU: Collin Pryor 38 stig, 11 fráköst, Svavar Ingi 16 stig, 5 fráköst, Hlynur Hreinsson 12 stig, Erlendur 8 stig, 8 fráköst, Birkir 6 stig og Geir 6 stig.

Allir leikmenn FSU fengu að spreyta sig og allir komust á blað í stigaskorun. Sá sem þetta ritar taldi 21 stolin bolta hjá FSU mönnum en það skilaði sér ekki á leikskýrslu frekar en margt annað.

Kvennalið FSU spilar við Stjörnuna í dag og unglingaflokkur karla á leik við Hauka á mánudaginn.

Undirbúningur fyrir körfuboltabúðir FSU 2014 gengur vel.

photo 13Í fyrrasumar voru haldnar körfuboltabúðir FSU í samstarfi við Basketball Across Borders. Búðirnar voru einstakar hvað það snertir að þjálfarar búðanna voru allir uppaldir innan mið og háskólakerfi Bandaríkjanna. Einnig komu í heimsókn leikmenn Phillips Exeter skólans og léku æfingaleiki með búðunum.

Undirbúningur fyrir búðirnar 2014 eru löngu hafin og gengur vel. Von er á ennþá fleiri þjálfurum frá USA og verða þeir að öllum líkindum fimm talsins. Útlit er fyrir að tvö lið komi frá USA þetta árið og ætti því að vera mikið fjör. Lið Kimball Union Academy kemur í heimsókn en í því liði eru tveir leikmenn sem eru komnir undir smásjá NBA liða nú þegar. Búðirnar verða vikuna fyrir verslunarmannahelgi og verða í 4 daga. 

Búðunum verður skipt í tvo aldurshópa líkt og í fyrra þar sem yngri hópurinn er um morguninn og sá eldri eftir hádegi. Mikil spenna er í kringum þennan undirbúning og verða þessar körfuboltabúðir alveg einstakar á íslenskan mælikvarða. Þjálfaranámskeiðið verður á sínum stað og alls konar líf og fjör.

Meira síðar.

Gleðileg Jól.

Körfuknattleiksfélag FSU óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samveruna og stuðninginn á árinu sem er að líða.merr

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©