Undirbúningur fyrir körfuboltabúðir FSU 2014 gengur vel.

photo 13Í fyrrasumar voru haldnar körfuboltabúðir FSU í samstarfi við Basketball Across Borders. Búðirnar voru einstakar hvað það snertir að þjálfarar búðanna voru allir uppaldir innan mið og háskólakerfi Bandaríkjanna. Einnig komu í heimsókn leikmenn Phillips Exeter skólans og léku æfingaleiki með búðunum.

Undirbúningur fyrir búðirnar 2014 eru löngu hafin og gengur vel. Von er á ennþá fleiri þjálfurum frá USA og verða þeir að öllum líkindum fimm talsins. Útlit er fyrir að tvö lið komi frá USA þetta árið og ætti því að vera mikið fjör. Lið Kimball Union Academy kemur í heimsókn en í því liði eru tveir leikmenn sem eru komnir undir smásjá NBA liða nú þegar. Búðirnar verða vikuna fyrir verslunarmannahelgi og verða í 4 daga. 

Búðunum verður skipt í tvo aldurshópa líkt og í fyrra þar sem yngri hópurinn er um morguninn og sá eldri eftir hádegi. Mikil spenna er í kringum þennan undirbúning og verða þessar körfuboltabúðir alveg einstakar á íslenskan mælikvarða. Þjálfaranámskeiðið verður á sínum stað og alls konar líf og fjör.

Meira síðar.

Gleðileg Jól.

Körfuknattleiksfélag FSU óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samveruna og stuðninginn á árinu sem er að líða.merr

4 leikmenn frá FSU í æfingarhópum yngri landsliða.

4 leikmenn hafa frá FSU hafa verið boðaðir til æfinga hjá yngri landsliðum Íslands fyrir verkefni sumarsins. 

Leikmennirnir sem hafa verið kallaðir til æfinga eru:

Nína Jenný Kristjánsdóttir u18 kvenna

Margrét Hrund Arnarsdóttir u18 kvenna

Jörundur Hjartarson u16 karla 

Sveinbjörn Jóhannesson u16 karla

 

Við óskum krökkunum innilega til hamingju með þetta.

Góður sigur hjá 11.flokk.

Strákarnir í 11.flokk voru komnir snemma á fætur í dag þar sem þeir áttu útileik við Tindastól og þess vegna langt ferðalag framundan. Þeir voru mættir galvaskir rétt fyrir klukkan 6 í morgun til að leggja í hann.

Ferðin hefur greinilega ekki laggst mjög illa í drengina þar sem þeir sóttu sigur í Skagafjörðinn, lokatölur 58-51 FSU í vil.

Stigaskor FSU: Jörundur 16 stig, Sveinbjörn 13 stig, Hilmir 13 stig, Haukur 12 stig, Sindri 2 stig, Sverrir 2 stig. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 15th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©