FSU skrefinu á eftir Skallagrími

FSU var skrefinu á eftir Skallagrími í leik liðanna, sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimaliðið var betri aðilinn í viðureigninni og vann sanngjarnan 7 stiga sigur, 95-88, eftir að hafa náð mest 22 stiga forystu, 72-50, í þriðja fjórðung.

Lesa meira...

Kvöldmjaltir í Borgarnesi

FSU fer í Fjósið í Borgarnesi í kvöld. Það verður erfitt verkefni, enda Skallagrímur í efsta sæti deildarinnar. Skallarnir eru þó ekki ósigrandi, þeir töpuðu á Ísafirði í síðasta leik. Það er þó sennilega okkar liði lítt til framdráttar, því ekki vilja þeir Borgfirðingar tapa tveimur i röð í baráttunni um efsta sætið og frían passa upp í Dominosdeildina. FSU hefur þó sýnt að liðið getur velgt toppliðunum verulega undir uggum á góðum degi. Og þetta lítur út fyrir að vera hinn besti mánudagur. 

Góður heimasigur á Skagamönnum

Leikur FSU og ÍA í 1. deild karla gærkvöld varð þegar til kom aldrei spennandi. Skagamenn skoruðu fyrstu körfuna en síðan tók FSU völdin. Eftir 5 mínútna leik var munurinn orðinn 12 stig, 17-5, og þó gestirnir héldu í við heimaliðið til loka fyrsta fjórðungs þá var nokkuð ljóst hvert stefndi. Í hálfleik munaði 30 stigum, 53-23 og mest fór munurinn yfir 40 stig, lokatölur 96-57, eða 39 stiga sigur.

Lesa meira...

Skagamenn væntanlegir í Iðu

Næstkomandi fimmtudag, 25. janúar kl. 19:15, hefst leikur FSU gegn ÍA í Iðu. FSU náði að knýja fram sigur eftir nokkuð jafnan leik á Akranesi í haust, en þessi lið eru á sömu slóðum við botn deildarinnar.

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©