Auðveldur sigur í bikarnum.

logo fsuFSU mætti Aftureldingu í bikarkeppni karla í Mosfellsbæ í kvöld í 32 liða úrslitum. Afturelding spilar deild neðar en FSU eða í 2.deild. Ari Gylfason, Sigurður Hafþórsson og Hlynur Hreinsson spiluðu ekki með í kvöld vegna meiðsla og veikinda.

Afturelding byrjaði leikinn betur og komust í 6-2 á upphafsminutunum en eftir það sáu þeir ekki mikið til sólar enda leikurinn spilaður innandyra á fallegu haustkvöldi. FSU tók völdin í leiknum og spiluðu fast í vörninni og neyddu gestgjafana til að gera ótalmörg mistök í sínum sóknaraðgerðum. Eftir fyrsta leikhluta leiddi FSU leikinn 27-12.

Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti, Geir Helgason var að spila gríðarlega vel og skoraði hann fyrstu 14 stig leikhlutans og var kominn með 26 stig í hálfleik og staðan að honum loknum var 55-29 FSU í vil.

Seinni hálfleikur var leikur kattarins að músinni. Ungu strákarni fengu að spreyta sig og stóðu sig vel. Skemmst er frá því að segja að sigur FSU var mjög öruggur eða 96-43. 

Geir Helgason var besti maður vallarins í kvöld en hann endaði leikinn með 40 stig og skoraði hann alls 10 þriggja stiga körfur. Einnig tók hann 5 fráköst og spilaði glimrandi góða vörn. Erlendur Stefánsson var með 20 stig, 5 fráköst og 11 stolna bolta. Svavar Ingi var með 8 stig og 9 fráköst, Haukur Hreinsson var með 6 stig, og Grant Bangs var með 6 stig 17 fráköst. Arnþór Tryggvason tók 11 fráköst.

Gaman verður að sjá hvaða andstæðingur kemur upp úr pottinum í næstu umferð.

Eyþór Ingi & Atomskáldin í Iðu.

timthumbFöstudaginn 8.nóvember kl 20:00 fara fram tónleikar í Iðu á vegum Körfuknattleiksfélags FSU og EB kerfa. Þar munu koma fram Eyþór Ingi & Atomskáldin ásamt góðum gestum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Eyþór Ingi mun flytja efni af sinni fyrstu plötu á sviði. Engu verður til sparað í uppsetningu þessara tónleika og hvetjum við alla til að tryggja sér miða á þennan frábæra viðburð. 

Miðasala fer fram á miði.is og einnig er hægt að nálgast miða í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

https://www.facebook.com/events/275384025919689/?ref_newsfeed_story_type=regular

Helgin nálgast.

Næstkomandi helgi er spennandi eins og flestar aðrar helgar hjá okkur. Á föstudaginn fara strákarnir í meistaraflokki karla í Mosfellsbæ þar sem þeir mæta Aftureldingu í bikarnum. Afturelding spilar í 2.deild karla og verður gaman að heimsækja þá. Leikurinn byrjar kl 19:00.

Á sunnudag fara stelpurnar í Grafarvog þar sem þær mæta Fjölni kl 20:15. FSU stelpurnar okkar eru enn að leita að sínum fyrsta sigri í deildinni en lið Fjölnis er mjög sterkt en stelpurnar eru orðnar hungraðar í sigur og ætla að láta til sín taka í þessari ferð.

Á mánudaginn eiga strákarnir í unglingaflokki útileik við Val og hefst sá leikur kl 20:30 og fer fram á Hlíðarenda.

Tap gegn Tindastól.

fatherolson 2FSU og Tindastóll mættust í Iðu í kvöld í 1.deild karla. Fyrir leikinn höfðu gestirnir unnið báða sína leiki nokkuð auðveldlega á meðan FSU höfðu sigrað einn leik og tapað einum.

Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið virtust vera með miðin vel stillt og mikið skorað á fyrstu mínutunum. Antoine Proctor leikmaður Tindastóls fór vel af stað og hvert langskotið á fætur öðru skilaði sér rétta leið hjá honum. FSU voru þó skrefinu á undan eftir fyrsta hlutann 25-23. Annar hluti var mjög svipaður þeim fyrsta til að byrja með. Mikið skorað og fyrrnefndur Proctor var í miklu stuði, skoraði körfur í flestum litum regnbogans og virtist hafa lítið fyrir því að skora þriggja stiga körfur þó að varnarmenn FSU væru oft við það að bora í nefið á honum á meðan hann skaut. FSU voru þó ennþá skrefinu á undan og þegar Tindastóll lagði af stað í sina síðustu sókn í fyrri hálfleik voru FSU menn fjórum stigum yfir. En þá kom óvenjuleg sveifla. Proctor fer upp í þriggja stiga skot og það er brotið á honum, þrjú vítaskot, FSU menn mótmæla og þá er dæmd tæknivilla og tvö skot í viðbót sem Proctor setur öll niður og Tindastóll fer inn í hálfleik með forystu. 50-51.

Seinni hálfleikur hófst hreinlega á einstefnu gestanna. Þeir skoruðu að vild og varnarleikur FSU ekki sannfærandi í þessum hluta leiksins og til bæta gráu ofan á svart þá gekk ekkert í sókninni heldur. Leikhlutinn fór illa með annars jafna stöðu og fyrir síðasta hlutann leiddu gestirnir 66-84. Síðasti hlutinn var öllu skárri hjá FSU og reyndu menn hvað þeir gátu að vinna muninn niður en það var of seint gegn eins sterku liði og Tindastóll er. Lokatölur 89-100 gestunum í vil.

Títtnefndur Proctor skoraði 47 stig fyrir Tindastól í leiknum og skaut hann boltanum ótrúlega vel í þessum leik.

Stigahæstir FSU: Ari Gylfason 29 stig, Collin Pryor 19 stig og 20 fráköst, DAði Berg 14 stig, Svavar Ingi 13 stig. 

Rúmlega 120 manns lögðu leið sína í Iðu í kvöld og var gaman að sjá mörg ný andlit í stúkunni.

Stelpurnar í FSU taka svo á móti Breiðablik á morgun kl 19:15 og 11.flokkur spilar við Snæfell á útivelli. 

Á laugardaginn fer unglingaflokkur í Stykkishólm og mætir Snæfell/Skallagrím.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Sunday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©