Bikarinn ekki á Selfoss.

1463648 10100151726946630 58456876 nFSU og Fjölnir áttust við í Grafarvogi í kvöld í bikarkeppni karla. Þessi lið mættust fyrir rúmri viku síðan í deildarkeppni þar sem Fjölnir hafði betur.

Leikurinn fór rólega af stað og skiptust liðin á körfum framan af en Fjölnir átti góðan lokasprett í leikhlutanum og leiddu leikinn eftir 10 mínutur 24-19. Annar leikhluti fer ekki í neinar metabækur fyrir varnarleik hjá okkar mönnum í FSU. Fjölnismenn gerðu nokkurn veginn það sem þeim sýndist í sókninni og voru strákarnir í FSU nánast áhorfendur í þessum hluta leiksins. Forskot Fjölnis í hálfleik var því orðið 19 stig, 59-40.

Í leikhlé kveikti Erik Olson þjálfari á hárblásaranum inn í klefa og virtist það hafa skilað einhverju því seinni hálfleikur byrjaði á miklu áhlaupi FSU og voru þeir miklu ákveðnari í öllum sínum aðgerðum. Smám saman minnkaði forskot heimamanna og þegar 5 mínutur voru eftir af leiknum átti FSU möguleika á að minnka forystuna niður í aðeins eitt stig en það rann úr greipum FSU og Fjölnir eyddi mest öllum 4.leikhluta á vítalínunni þar sem þeir skorðuð flest af sínum stigum í lok leiksins. Lokatölur í leiknum urðu 104-92 og Fjölnir heldur áfram í 8 liða úrslit.

Stigahæstir FSU: Collin 40 stig, 20 fráköst, Hlynur 16 stig, Ari 14 stig, 4 stolnir boltar, Svavar 11 stig og 8 fráköst.

Næsti leikur strákanna er á fimmtudaginn gegn Hamar og verður sá leikur í Hveragerði.

Stelpurnar úr leik í bikarkeppni.

logo fsuNú fyrir lauk leik Njarðvíkur og FSU í bikarkeppni kvenna. Njarðvík leikur í úrvalsdeild og var því vitað fyrir leik að barátan yrði erfið í leiknum.

Skemmst er frá því að segja að Njarðvík átti ekki í vandræðum með að slá stelpurnar okkar úr bikarnum og endaði leikurinn 93-36 fyrir Njarðvík.

Þetta var síðasti lekurinn hjá stelpunum á þessu ári og eiga þær næsta leik í Janúar.

Á sunnudaginn fara strákarnir okkar í Grafarvoginn þar sem þeir mæta Fjölni í 16 liða úrslitum í bikarkeppninni. Leikurinn hefst kl 19:15

Fyrsti sigur hjá stelpunum.

logo fsu.isSameiginlegt lið FSU og Hrunamann mætti Grindavík -b í Iðu síðastliðinn laugardag. Fyrir leikinn hafði lið FSU ekki unnið leik í deildinni en Grindavík hafði sigrað tvo leiki, gegn Tindastól og gegn Þór en bæði þessi lið höfðu áður sigrað FSU.

Það var ljóst í upphafi leiks að FSU ætlaði sér stóra hluti, þær komust í 9-1 a fyrstu mínutunum og voru að spila vel. Grindavík kom vel til baka og staðan að loknum 1.leikhluta var 14-12 FSU í vil.

Annar hlutinn byrjaði svipað og sá fyrsti og heimastúlkur fóru hratt af stað og náðu að búa til gott bil á milli liðanna, staðan í leikhlé var 32-20 fyrir FSU.

Seinni hálfleikur byrjaði með góðum spretti FSU og ekki að sjá að þær ætluðu að gefa neitt eftir í þessum leik. Hittnin var góð og vörnin small vel saman. FSU fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi, lokatölur 61-42 og fyrsti sigur FSU í höfn.

Stigahæstar: Jasmine Alston 16 stig, Karen Munda Jónsdóttir 13 stig, Margrét Hrund Arnarsdóttir 10 stig, Hafdís Ellertsdóttir 9 stig, Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir 5 stig. 

Næsti leikur hjá stelpunum er í bikarkeppni gegn Njarðvík á föstudaginn en hann er spilaður í Njarðvík.

Körfubolti í Iðu um helgina.

Um helgina eru tveir leikir á dagskránni í Iðu hjá FSU. Í kvöld mæta strákarnir í 11.flokk Val kl 20:00. 

Og á morgun mæta stelpurnar til leiks en þær fá Grindavík-b í heimsókn kl 13:00

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©