Góð ferð hjá 10.flokk á Höfn

10.flokkur karla fór á Höfn í Hornafirði um helgina og tók þar þátt í fjölliðamóti númer tvö á þessu leiktímabili. Um var að ræða C-riðil en FSU strákarnir lentu í 2.sæti á fyrsta mótinu sem fór fram á Selfossi.

Skemmst er frá því að segja að FSU vann alla sína leiki á mótinu og færa sig þá um set og leika í B-riðli á næsta móti. 

Úrslit leikjanna voru:

FSU-Sindri: 71-48, stigaskor: Jörundur 28, Sveinbjörn 18, Addi 14, Hilmir 8, Arnór 2

FSU-KR-b : 63-38, stigaskor: Hilmir 19, Jörundur 16, Sveinbjörn 13, Arnór 13, Addi 8

FSU-Þór Akureyri: 86-43, stigaskor: Jörundur 33, Sveinbjörn 25, Hilmir 16, Arnór 10, Addi 2

FSU-Höttur: 48-37, stigaskor Jöri 16, Sveinbjörn 11, Arnór 12, Hilmir 9

Glæsilegur árangur hjá strákunum.

Sigur á Augnablik.

photo 9Augnablik kom í heimsókn í Iðu í kvöld og mættu heimamönnum í FSU í 1.deild karla. Fyrir leikinn höfðu þeir ekki unnið leik í deildinni í haust. 

FSU byrjaði leikinn betur og tóku strax nokku afgerandi forystu, gestirnir gerðu mikið af mistökum í sókninni og það nýttu FSU menn sér vel og fengu auðveld stig vegna þess. Augnablik átti þó ágætis sprett í lok fyrsta leikhlut og staðan eftir fyrsu 10 mínúturnar var 24-16 FSU í vil. 

Annar leikhluti var mjög svipaður og sá fyrsti þar sem gestirnir áttu í erfiðleikum með sinn sóknarleik og áttu erfitt með að verjast hröðum sóknum FSU. Í hálfleik var staðan 51-30 og FSU með góð tök á leiknum.

Seinni hálfleikur fór af stað á jafnari nótum. Sóknarleikur FSU fór að stirðna aðeins og gestirnir hoknir af áralangri reynslu gengu á lagið og sóttu örlítið í sig veðrið. Í lok þriðja leikhluta gáfu heimamenn aðeins í og var forskotið eftir þann leikhluta orðið þægilegra eða 78-50.

Síðasta hlutann fór Erik Olson að gefa mönnum hvíld og fengu flestir að spila nokkuð mikið í leiknum. Augnablik gerðu góða hluti í seinasta hlutanum og náðu að minnka muninn, en lokatölur í leiknum 100-82, nokkuð þægilegur sigur hjá FSU.

Besti maður vallarins var Erlendur Stefánsson, hann skoraði 28 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Collin Pryor skilaði sinni vinnu eins og vanalega 16 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar. Hinn ungi Geir Helgason var með 14 stig í aðeins 6 skotum.  Svavar Ingi var með 11 stig og Hlynur Hreinsson 10 stig.  Arnþór Tryggvason var með 8 stig og 9 fráköst.

Ágætis mæting var í Iðu í kvöld en flestir voru í þagnarbindindi.

 

Margt á dagskránni um helgina.

FSU verður með lið á nokkrum vígstöðvum á næstu dögum. Fjörið byrjar annað kvöld þegar meistaraflokkur karla tekur á móti Augnablik í Iðu kl 19:15.

Á Laugardaginn mætir meistaraflokkur kvenna Þór Akureyri í Iðu kl 15:00.

10.flokkur karla heldur á Höfn í Hornafirði þar sem þeir spila á Laugardag og Sunnudag. 

Alltaf fjör í FSU.

Breytingar í meistaraflokki karla.

Daði Berg Grétarsson mun ekki leika fleiri leiki með FSU í á leiktímabilinu, en þessi ákvörðun var tekin á fundi leikmannsins með forráðamönnum félagsins í gær. Ákvörðunin er sameiginleg og tekin í fullri sátt beggja aðila. Daði hefur leikið vel með liðinu og unnið gott starf fyrir félagið. 

Við óskum Daða alls hins besta í framtíðinni og þökkum honum kærlega fyrir tímann sem hann var hjá okkur.

Einnig hefur Sigurður Hafþórsson ákveðið að breyta til og hefur hann gengið til liðs við Hamar.

Ekki verða fengnir nýir leikmenn til að fylla þessar stöður hjá liðinu heldur munu ungu strákarnir okkar verða teknir inn í hópinn. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Tuesday the 11th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©