Breytingar í meistaraflokki karla.

Daði Berg Grétarsson mun ekki leika fleiri leiki með FSU í á leiktímabilinu, en þessi ákvörðun var tekin á fundi leikmannsins með forráðamönnum félagsins í gær. Ákvörðunin er sameiginleg og tekin í fullri sátt beggja aðila. Daði hefur leikið vel með liðinu og unnið gott starf fyrir félagið. 

Við óskum Daða alls hins besta í framtíðinni og þökkum honum kærlega fyrir tímann sem hann var hjá okkur.

Einnig hefur Sigurður Hafþórsson ákveðið að breyta til og hefur hann gengið til liðs við Hamar.

Ekki verða fengnir nýir leikmenn til að fylla þessar stöður hjá liðinu heldur munu ungu strákarnir okkar verða teknir inn í hópinn. 

Góður sigur á Breiðablik.

1426696 10100140208549590 1785540542 nFSU og Breiðablik mættust í Kópavogi á föstudagskvöldið í 1.deild karla. Síðasta vika var erfið vegna lokunar í Iðu og einnig vegna veikinda og meiðsla leikmanna. 

Allir voru þó mættir í rútuna og fóru í búning á áfangastað. Breiðablik eru með mjög sterkt lið og var vitað fyrir leikinn að hart yrði barist um stigin sem voru í boði. FSI byrjaði leikinn betur og var það Collin Pryor sem fór gríðarlega vel af stað í leiknum. FSU leiddi 23-19 eftir fyrsta hluta. Annar leikhluti var jafn og spennandi en þar voru heimamenn sterkari og minnkuðu muninn fyrir hlé í 48-47.

Seinni hálfleikur fór ekki vel af stað fyrir FSU en Breiðablik voru mun sterkari í 3.hlutanum og í byrjun þess fjórða voru þeir komnir með 9 stiga forystu. En þá kom áhlaup FSU manna sem tóku öll völd á vellinum í síðasta fjórðung leiksins en þann hluta unnu FSU 24-9 og tryggðu sér gríðarlega mikilvægan sigur 83-75.

Sigahæstir FSU: Collin 27 stig, 13 fráköst, Ari 22 stig, Svavar 11 stig, 9 fráköst, Daði 10 stig, Erlendur 9 stig.

Næsti leikur hjá strákunum er á fimmtudaginn næsta í Iðu en þá taka þeir á móti Augnablik kl 19:15.

Auðveldur sigur í bikarnum.

logo fsuFSU mætti Aftureldingu í bikarkeppni karla í Mosfellsbæ í kvöld í 32 liða úrslitum. Afturelding spilar deild neðar en FSU eða í 2.deild. Ari Gylfason, Sigurður Hafþórsson og Hlynur Hreinsson spiluðu ekki með í kvöld vegna meiðsla og veikinda.

Afturelding byrjaði leikinn betur og komust í 6-2 á upphafsminutunum en eftir það sáu þeir ekki mikið til sólar enda leikurinn spilaður innandyra á fallegu haustkvöldi. FSU tók völdin í leiknum og spiluðu fast í vörninni og neyddu gestgjafana til að gera ótalmörg mistök í sínum sóknaraðgerðum. Eftir fyrsta leikhluta leiddi FSU leikinn 27-12.

Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti, Geir Helgason var að spila gríðarlega vel og skoraði hann fyrstu 14 stig leikhlutans og var kominn með 26 stig í hálfleik og staðan að honum loknum var 55-29 FSU í vil.

Seinni hálfleikur var leikur kattarins að músinni. Ungu strákarni fengu að spreyta sig og stóðu sig vel. Skemmst er frá því að segja að sigur FSU var mjög öruggur eða 96-43. 

Geir Helgason var besti maður vallarins í kvöld en hann endaði leikinn með 40 stig og skoraði hann alls 10 þriggja stiga körfur. Einnig tók hann 5 fráköst og spilaði glimrandi góða vörn. Erlendur Stefánsson var með 20 stig, 5 fráköst og 11 stolna bolta. Svavar Ingi var með 8 stig og 9 fráköst, Haukur Hreinsson var með 6 stig, og Grant Bangs var með 6 stig 17 fráköst. Arnþór Tryggvason tók 11 fráköst.

Gaman verður að sjá hvaða andstæðingur kemur upp úr pottinum í næstu umferð.

Eyþór Ingi & Atomskáldin í Iðu.

timthumbFöstudaginn 8.nóvember kl 20:00 fara fram tónleikar í Iðu á vegum Körfuknattleiksfélags FSU og EB kerfa. Þar munu koma fram Eyþór Ingi & Atomskáldin ásamt góðum gestum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Eyþór Ingi mun flytja efni af sinni fyrstu plötu á sviði. Engu verður til sparað í uppsetningu þessara tónleika og hvetjum við alla til að tryggja sér miða á þennan frábæra viðburð. 

Miðasala fer fram á miði.is og einnig er hægt að nálgast miða í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

https://www.facebook.com/events/275384025919689/?ref_newsfeed_story_type=regular

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Monday the 18th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©