Sigur sóttur austur, á rútu.

1384202 10153429790390287 966930448 nOkkar menn í FSU lögðu af stað snemma í morgun austur á Egilsstaði á rútu sem Björn stjórnarmaður keyrði af gríðarlegu öryggi.

Leikurinn fór vel af stað fyrir okkar menn sem virkuðu frískir eftir setuna í rútunni. Eftir fyrsta leikhluta leiddu FSU menn leikinn 22-18. Annar hlutinn var jafn og spennandi og skiptust liðin á að hafa forystuna, Collin og Daði voru gríðarlega öflugir í bæði vörn og sókn. Staðan í hálfleik 44-43 fyrir FSU.

Seinni hálfleikur lagðist vel í heimamenn í Hetti og náðu þeir forystu fljótlega en FSU menn voru ekki langt undan. Rútuferðin var að hristast úr Ara Gylfasyni og hann farin að setja niður skot. Engu að síður voru það heimamenn sem voru yfir fyrir lokahlutann 62-58.

Síðasti leikhlutinn var gríðarlega fjörugur, heimamenn í Hetti náðu sér í ansi gott forskot og leiddu leikinn með 10 stigum þegar átta mínutur voru eftir. FSU menn voru ekki á því að gefa neitt eftir og minnkuðu muninn hægt og bítandi. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var jafn 85-85 og 23 sekundur eftir og FSU átti boltann. Ari Gylfason tekur erfitt skot þegar aðeins 1 sekunda er eftir og setur skotið niður. Sigur á erfiðum útivelli staðreynd 85-87.

Og eftir um það bil 7 klukkutíma mun Björn stjórnarmaður skila stigunum og strákunum aftur heim. 

Næsti leikur hjá strákunum er í Iðu næstkomandi fimmtudag kl 19:15 en þá kemur Tindastóll í heimsókn. 

Sjáumst þar.

Mikið um að vera um helgina.

logo fsuKomandi helgi er annasöm hjá körfuboltaliðum FSU. Karlaliðið á útileik á Egilsstöðum á föstudaginn í 1.deild karla. Eftir dapra frammistöðu í fyrsta leik gegn Þór verða menn að gjöra svo vel að rífa sig upp og sækja sigur á erfiðan útivöll Hattarmanna. 

Kvennaliðið sækir Tindastól heim á laugardaginn í Skagafirðinum, stelpurnar töpuðu fyrir sterku liði Stjörnunar í fyrstu umferð og eru þær staðráðnar í að sækja sinn fyrsta sigur um helgina.

Í Iðu verður líf og fjör eins og alltaf en þar fer fram fjölliðamót í 10.flokki karla á laugardag og sunnudag. Til leiks mæta ásamt FSU Þór Akureyri, Stjarnan, Skallagrímur og Sindri. 

Helgin endar svo með leik í 11.flokki karla þar sem FSU mætir Stjörnunni kl 16 á sunnudaginn í Iðu.

 

Stelpurnar komnar af stað.

1376493 206363356211708 1275158957 nLið FSu/Hrunamanna fékk eldskírnina í 1. deild kvenna í körfubolta í dag þegar liðið mætti Stjörnunni á heimavelli í Iðu. Lokatölur urðu 41-63, gestunum í vil.

Einhver skrekkur var í heimakonum í fyrri hálfleik en þetta var fyrsti deildarleikur liðsins og í fyrsta sinn sem FSu teflir fram kvennaliði. Saga kvennakörfunnar á dýpri rætur í Hrunamannahreppi en ungmennafélagið hefur alið af sér marga góða leikmenn í gegnum tíðina. 

Ungu liði FSu/Hrunamanna var hent út í djúpu laugina strax í fyrsta leik því Stjörnunni er spáð góðu gengi í 1. deildinni í vetur eftir að hafa farið í umspil um sæti í efstu deild í fyrravetur.

Það fór líka svo að Stjarnan hafði mikla yfirburði í fyrstu tveimur leikhlutunum þar sem þær fengu að leika lausum hala í sóknarleiknum og heimaliðið var að hitta illa. Staðan var 14-40 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var mun betri hjá FSu/Hrunamönnum, þær komu ákveðnar til leiks í 3. leikhluta, unnu leikhlutann 18-9, og minnkuðu forskot gestanna niður í 32-49. Þar munaði miklu um að varnarleikur liðsins stórlagaðist og áttu þær fína spretti í sókninni inn á milli.

Forskot Stjörnunnar var orðið of mikið í fyrri hálfleik til þess að heimaliðið næði að brúa bilið en að lokum skildu 22 stig liðin að.

Jasmine Alston var stigahæst í liði FSu/Hrunamanna með 13 stig, Elma Jóhannsdóttir skoraði 7, Rakel Lind Úlfhéðinsdóttir 6 og Hafdís Ellertsdóttir 5.

 

Tap í fyrsta leik.

Newfsulogo 2Þór frá Akureyri mættu í Iðu og með þeirri heimsókn hófst leiktímabil FSU í 1.deild karla. 

FSU skoruðu fyrstu stig leiksins en þórsarar svöruðu um hæl, og gestirnir tóku forystuna snemma og leiddu fyrsta leikhluta með 2-4 stigum alveg til loka hans. Staðan eftir 1.leikhluta 18-22 fyrir Þór. Áfram var jafnræði með liðunum í öðrum hluta en þar komust nokkrir leikmenn í vandræði með villur, Svavar Ingi, og Daði Berg hjá FSU og erlendi leikmaður Þórsara Jarrell Crayton gerðust brotlegir á reglum þessarar yndislegu íþróttar ítrekað og þurftu allir að verma bekkinn fram að hálfleik. Jafnt var nánast á öllum tölum í leikhlutanum en leikstjórnandi Þórs Ólafur Aron fór á kostum og áttu FSU menn engin ráð gegn honum.  Staðan í hálfleik 44-45 Þór í vil.

Seinni hálfleikur hófst með sama mynstri, liðin skiptust á að skora og jafnt var nánast allan leikhlutann og villuvandræði FSU héldu áfram. Staðan í lok 3.leikhluta 66-68 og Þór enn yfir. Síðasti hluti leiksins væri í takt við hina þrjá frændur hans og æsispennandi í alla staði. Jafnt var á öllum tölum þangað til um 4 mínutur voru eftir en þá náðu Þórsarar að búa til 10 stiga bil og FSU menn virtust vera að spila sig út úr leiknum. Heimamenn unnu sig hins vegar inn í leikinn aftur og minnkuðu muninn niður í 2 stig í lokin. En mörg mistök á síðustu tveimur mínutunum gerðu það að verkum að lengra komust þeir ekki. Lokatölur 85-89 Þór í vil.

Ekki var þetta byrjunin sem FSU ætluðu sér í vetur en mörg mistök og illa lekandi vörn skiluðu fúlri uppskeru. Alls 25 tapaðir boltar í leiknum og þar af sex stykki á síðustu tveimur mínutunum. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn Hetti á Egilsstöðum.

Sigahæstir FSU: Collin Pryor 38 stig og 20 fráköst, Ari Gylfason 22 stig og 7 fráköst. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Monday the 18th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©