Tap í fyrsta leik.

Newfsulogo 2Þór frá Akureyri mættu í Iðu og með þeirri heimsókn hófst leiktímabil FSU í 1.deild karla. 

FSU skoruðu fyrstu stig leiksins en þórsarar svöruðu um hæl, og gestirnir tóku forystuna snemma og leiddu fyrsta leikhluta með 2-4 stigum alveg til loka hans. Staðan eftir 1.leikhluta 18-22 fyrir Þór. Áfram var jafnræði með liðunum í öðrum hluta en þar komust nokkrir leikmenn í vandræði með villur, Svavar Ingi, og Daði Berg hjá FSU og erlendi leikmaður Þórsara Jarrell Crayton gerðust brotlegir á reglum þessarar yndislegu íþróttar ítrekað og þurftu allir að verma bekkinn fram að hálfleik. Jafnt var nánast á öllum tölum í leikhlutanum en leikstjórnandi Þórs Ólafur Aron fór á kostum og áttu FSU menn engin ráð gegn honum.  Staðan í hálfleik 44-45 Þór í vil.

Seinni hálfleikur hófst með sama mynstri, liðin skiptust á að skora og jafnt var nánast allan leikhlutann og villuvandræði FSU héldu áfram. Staðan í lok 3.leikhluta 66-68 og Þór enn yfir. Síðasti hluti leiksins væri í takt við hina þrjá frændur hans og æsispennandi í alla staði. Jafnt var á öllum tölum þangað til um 4 mínutur voru eftir en þá náðu Þórsarar að búa til 10 stiga bil og FSU menn virtust vera að spila sig út úr leiknum. Heimamenn unnu sig hins vegar inn í leikinn aftur og minnkuðu muninn niður í 2 stig í lokin. En mörg mistök á síðustu tveimur mínutunum gerðu það að verkum að lengra komust þeir ekki. Lokatölur 85-89 Þór í vil.

Ekki var þetta byrjunin sem FSU ætluðu sér í vetur en mörg mistök og illa lekandi vörn skiluðu fúlri uppskeru. Alls 25 tapaðir boltar í leiknum og þar af sex stykki á síðustu tveimur mínutunum. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn Hetti á Egilsstöðum.

Sigahæstir FSU: Collin Pryor 38 stig og 20 fráköst, Ari Gylfason 22 stig og 7 fráköst. 

Frá forráðamönnum FSU.

poster þórÁ morgun byrjar 1.deild karla í körfubolta leiktímabilið 2013-2014. Í sumar hefur verið lögð mikil vinna í að undirbúa leikmenn og félagið í heild fyrir þennan dag. Liðið sem hefur verið sett saman fyrir veturinn er skemmtilegt og vel spilandi og umfram allt góðir drengir. Heimilið okkar, Iða á Selfossi er okkur mjög kært. Þar vljum við hafa mikið af fólki og mikið fjör alla daga og ekki síst á leikdögum. Síðustu ár hafa áhorfendur verið latir við að koma í heimsókn í Iðu. Hvers vegna vitum við ekki alveg en örugglega eru margar ástæður fyrir því. Reyndar hefur það hitt þannig á síðustu árin að oft hafa verið handboltaleikir og körfuboltaleikir á sama deginum í bænum og fólk hreinlega þurft að velja á milli. En þannig er það ekki í ár. Venjulega höfum við spilað okkar heimaleiki á föstudögum en í vetur munum við spila á fimmtudögum að mestu fyrir utan fyrstu og síðustu umferð. Fólk þarf ekki að kunna þessa íþrótt til að hafa gaman af henni. Þetta eru fjörugir og hraðir leikir og þetta er auðvitað móðir allra íþrótta. 

Ef einhver hefur ekki séð uppsetninguna í Iðu á leikdögum þá er sá hinn sami að missa af miklu. Svartar drapperingar og sérhönnuð lýsingin mynda skemmtilega sýn á leikinn fyrir áhorfendur og í ár verður brugðið á leik milli leikhluta og fyrir heimaleiki með sprelli og fjöri. 

Við bjóðum hér með öllum í heimsókn í Iðu í vetur á hvaða leiki sem er og við hlökkum til að sjá ykkur.

 

Körfuboltakveðjur.

Forráðamenn körfuknattleiksfélags FSU

Tap hjá unglingaflokki í fyrsta leik.

FSU HaukarUnglingaflokkur FSU tók á móti Haukum í Iðu í kvöld í sínum fyrsta leik á Íslandsmótinu á þessu tímabili.

Leikurinn fór vægast sagt hægt af stað og áttu bæði lið í mesta basli með að koma boltanum ofan í körfuna. Haukarnir voru fyrri til að hrista af sér slenið og náðu forystu og leiddu eftir 1.leikhluta 7-12. Næst leikhluti var töluvert fjörugri og fóru menn að hitta úr allskonar skotum en varnarleikurinn var ekki merkilegur í þessum hluta leiksins. Staðan í hálfleik 34-40 Haukum í vil. Seinni hálfleikur hófst með miklu áhlaupi Hauka og virtust FSU menn algjörlega búnir að gleyma þeirri gömlu list að senda og grípa bolta. Haukar náðu mest 18 stiga forskoti í þessum hluta en FSU lagaði aðeins stöðuna fyrir lokahlutann. Staðan eftir 3.leikhluta 49-55 og Haukar enn yfir. 

Síðasti hlutinn var í járnum, liðin skiptust á að skora og hvorugt liðið vildi gefa eftir en í lok leiksins voru það Haukar sem kláruðu sínar sóknir og uppskáru sigur 61-71.

Tala kvöldsins er 29, en það er hversu oft FSU menn töpuðu boltanum og það vinnast ekki margir leikir með svona mörgum mistökum sóknarlega. 

Stigahæstir FSU: Elli 20 stig, Birkir 15 stig, Geir 12 stig.

Hinn 16 ára Haukur Hreinsson kom með mikla orku inn í leikinn af bekknum og sýndi að hann á heima í þessu liði og Maciej "big country" skilaði góðum mínutum. 

 

Unglingaflokkur hefur leik á morgun.

teamRitstjóra síðunnar láðist að nefna að fyrsti leikur komandi leiktímabils er á morgun þriðjudag í Iðu þar sem unglingaflokkkur FSU tekur á móti Haukum kl 20:00. Unglingaflokkur FSU er skemmtilega blandaður af strákum með töluverða reynslu í meistaraflokk og yngri strákum sem eru að stíga síðustu skrefin í átt að meistaraflokki. Spennandi verður að fylgjast með þessum ungu strákum í vetur en þarna fer næsta kynslóð FSU liðsins.

Það er alltaf líf og fjör í Iðu.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©