Góð ferð norður.

380348 4636274741550 292112693 n 2Okkar menn í FSU lögðu land undir fót og héldu norður á Greifamót Þórs á Akureyri um helgina. Þar voru mætt fjögur lið til leiks, FSU, Þór, KFÍ og Höttur.

Fyrsti leikur okkar manna var gegn KFÍ á föstudagskvöldið. KFÍ er auðvitað í úrvalsdeildinni og hafa staðið í ströngu í Lengjubikarnum þar sem þeir komust í 8 liða úrslit. 

FSU byrjaði leikinn betur og voru mjög frískir í byrjun og leiddu eftir 1.leikhluta 25-20. Áfram héldu FSU menn KFÍ fyrir aftan sig í 2.leikhluta og hertu tökin í vörninni, hálfleikstölur 42-32 FSU í vil. Seinni hálfleikur var eign FSU frá A til Ö og jókst forskotið hægt og þétt og var mest 30 stiga munur á liðunum. FSU menn lönduðu þægilegum sigri 86-61. Stigahæstir: Ari 23, Hlynur 16, Elli 12, Collin 10 stig og 17 fráköst. 

Á laugardagsmorgun var komið að leik við heimamenn í Þór. Eitthvað voru okkar menn lengi að vakna varnarlega en áttu ekki í vandræðum með að skora. Eftir 1.leikhluta leiddi FSU 32-35. Annar leikhluti var aðeins skárri varnarlega og FSU var yfir í hálfleik 53-42. Seinni hálfleikur var mun skárri en sá fyrri og náðu FSU menn mjög þægilegu forskoti í 3.leikhluta og líkt og í fyrsta leik var munurinn orðinn rúm 30 stig og var þá farið að hvíla þá leikmenn sem höfðu mest spilað. Eftir frekar slakan 4.leikhluta vann FSU leikinn 91-76. Stigahæstir: Collin 29 stig og 16 fráköst, Elli 13 stig, Arnþór 12 stig og 9 fráköst, Ari 10 stig. 

Seinna á Laugardeginum mættust FSU og Höttur í hreinum úrslitaleik um sigur á mótinu. FSU byrjaði leikinn betur og leiddu bæði eftir 1.leikhluta og í hálfleik, hálfleikstölur 33-26. Seinni hálfleikur var jafn en þó náði FSU 9 stiga forskoti á tímabili en sóknarleikur okkar manna var ganga illa þá aðallega vegna lélegrar hittni. Hattarmenn klóruðu sig inn í leikinn og komust yfir 58-55 og 4 sek eftir. FSU fær leikhlé og Erik teiknar upp kerfi sem gekk upp og FSU fékk galopið skot til að jafna leikinn en eins og oft áður fór boltinn ofan í og upp úr aftur. Lokatölur 58-55, stigahæstir: Collin 15 stig og 11 fráköst, Hlynur 14 stig, Daði 7 stig, 7 fráköst ,4 stoðsendingar og 4 stolnir boltar.

Á sunnudeginum tóku FSU menn daginn snemma og keyrðu á Akranes og mættu þar heimamönnum. Skemmst er frá því að segja að styrkleikamunur í þessum leik var töluverður og gat Erik leyft sér að hvíla byrjunarliðið mikið eftir átök helgarinnar. FSU leiddi allan leikinn og sigraði leikinn örugglega 93-71. Stigahæstir: Birkir 21 stig, Ari 13 stig og 5 fráköst, Geir 11 stig, Grant 8 stig og 12 fráköst. 

Ferðin var góð í alla staði og allir komnir heim sáttir en þreyttir. Hópurinn þjappast vel saman og eru reynslunni ríkari. 

Sigur í æfingaleik gegn Hetti.

-dadi berg gretarsson010313gk 431601336

Lið Hattar kíkti í heimsókn í Iðu í kvöld og spiluðu æfingaleik við okkar menn. Leikurinn byrjaði fjörlega og voru FSu menn sprækir fyrstu mínuturnar, Hattarmenn fundu taktinn fljótlega og voru ekki langt undan. Í hálfleik var staðan 36-29 FSU í vil. 

Seinni hálfleikur byrjaði með áhlaupi gestanna sem jöfnuðu leikinn og voru snöggir að því, en komust þó aldrei yfir og leikurinn endaði með sigri FSU 63-57.

Stigahæstur okkar manna var Collin Pryor með 15 stig, Ari var með 13 stig og Birkir skoraði 11 stig.

Hlynur Hreinsson var fjarri góðu gamni en hann rotaðist á æfingu í gærkvöldi, en eftir skoðanir hefur komið í ljós að hann er nákvæmlega eins og hann var fyrir höggið fyrir utan skurð í munni þannig að hann verður komin á fullt skrið fljótlega.

Við þökkum Hattarmönnum kærlega fyrir heimsóknina.

Æfingatafla Haust 2013

Svona lítur æfingataflan okkar út eins og staðan er í dag. Hún er ennþá aðeins á hreyfingu en við uppfærum hana ef breytingar verða. Við vekjum athygli á æfingum sem eru kallaðar "junior training" en þar tökum við inn alla krakka á aldrinum 13 ára og eldri. Við skiptum salnum upp ef þess er þörf vegna fjölda og það er mikið fjör á þessum æfingum. 

Dagur minnibolti 8.flokkur Junior Training mfl kvenna  mfl karla unglingafl
mánud 16:50-17:40   16:50-18:30 20:00-21:30 18:30-20:00 17:40-18:30
þriðjud   16:00-16:50 16:00-16:50 20:00-21:30 6:30-8:00  
miðvikud         19:20-20:50 21:00-22:00
fimmtud 16:50-17:40       20:00-21:30  
föstud   17:30-18:30 18:30-19:30   19:30-21:00 18:30-19:30
sunnud   14:00-15:00 13:00-14:00   11:30-13:00  

Mikill fjöldi nemenda í akademíu FSu.

logo fsuNú er akademían okkar komin á fullt skrið undir leiðsögn Erik Olson. Mikill fjöldi er í akademíunni nú á haustönn. Á vorönn á síðasta skólaári voru 13 nemendur en nú í haust eru 24 nemendur skráðir hjá okkur og erum við auðvitað himinlifandi með það. Einnig er skemmtilegt frá að segja að þessir krakkar koma víða að og gaman að fá krakka utan að landi til okkar.

Gæðin eru mikil í akademíunni núna, nokkrir leikmenn úr yngri landsliðum okkar eru í Iðu á hverjum degi og gaman að fylgjast með þeim vinna hörðum höndum í að bæta sinn leik. Þar má nefna Marín Laufey Davíðsdóttur, Sæmund Valdimarsson, Halldór Garðar Hermannsson, Maciej Klimaszewski og Svavar Inga Stefánsson. Margir af nemendum á fyrsta ári hjá okkur eru mikið efni og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Í stuttu máli þá er líf og fjör í Iðu þesa dagana og þannig viljum við einmitt hafa það.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Tuesday the 11th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©