Mikill fjöldi nemenda í akademíu FSu.

logo fsuNú er akademían okkar komin á fullt skrið undir leiðsögn Erik Olson. Mikill fjöldi er í akademíunni nú á haustönn. Á vorönn á síðasta skólaári voru 13 nemendur en nú í haust eru 24 nemendur skráðir hjá okkur og erum við auðvitað himinlifandi með það. Einnig er skemmtilegt frá að segja að þessir krakkar koma víða að og gaman að fá krakka utan að landi til okkar.

Gæðin eru mikil í akademíunni núna, nokkrir leikmenn úr yngri landsliðum okkar eru í Iðu á hverjum degi og gaman að fylgjast með þeim vinna hörðum höndum í að bæta sinn leik. Þar má nefna Marín Laufey Davíðsdóttur, Sæmund Valdimarsson, Halldór Garðar Hermannsson, Maciej Klimaszewski og Svavar Inga Stefánsson. Margir af nemendum á fyrsta ári hjá okkur eru mikið efni og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Í stuttu máli þá er líf og fjör í Iðu þesa dagana og þannig viljum við einmitt hafa það.

Fyrsti æfingarleikurinn.

Fyrsti æfingarleikur vetrarins var í gærkvöldi, vinir okkar og nágrannar komu í heimsókn frá Hveragerði. Hamar tekur þátt í Lengjubikarnum í ár og hefja þeir leik í honum á föstudaginn þegar þeir taka á móti Skallagrím.

Leikurinn í gær var ekki fallegur í upphafi, bæði lið báru með sér sterkan haustsvip og menn hentu oft boltanum frá sér í hendur andstæðinga og jafnvel gerðu enn betur og hentu honum hreinlega upp í stúku. Jafnt og þétt lagaðist leikur beggja liða og varð betra og betra að horfa á leikinn. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn og munurinn aldrei mikill framan af. Í seinni hálfleik voru FSu menn heldur hressari og náðu að búa til smá bil og sigldu sigri heim 66-57.

Nýju mennirnir okkar voru áberandi í gær, Hlynur Hreinsson var með 19 stig og Erlendur Ágúst var með 18 stig. 

Við óskum Hamarsmönnum góðs gengis í Lengjubikarnum á næstu vikum og þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina í gærkvöldi.

FSu kortin til sölu á næstu dögum.

Í næstu viku hefst sala á FSu kortum. Kortin veita aðgang að öllum heimaleikjum í vetur bæði hjá körlum og konum. Í vetur verða einnig skemmtilegir viðburðir tengdir heimaleikjum sem kortið veitir frían aðgang að. Aftan á kortinu eru nokkur fyrirtæki með tilboð á sinni þjónustu sem fæst með að framvísa kortinu. 

Kortið kostar 12.000 kr og biðjum við alla um að taka vel á móti þeim sem eru að selja kortin. 

Sem dæmi um viðburði tengda kortinu er hægt að nefna hressingu í hálfleik á öllum heimaleikjum og í fyrsta heimaleik gegn Þór Akureyri verður kveikt upp í grillinu fyrir leik og boðið upp á hamborgara og pylsur.

 

Áfram FSu.

FSu með lið í 1.deild kvenna.

FSu og Hrunamenn hafa ákveðið að senda sameiginlegt lið til keppni í 1.deild kvenna á komandi leiktíð. Fundað var með leikmönnum í síðustu viku og ákveðið að taka slaginn. Á næstunni er von á þjálfara til landsins sem heitir Jasmine Alston og mun hún einnig spila með liðinu. 

Forráðamenn liðanna eru spenntir fyrir samstarfinu og komandi vetri og er gaman að nú sé komið lið í baráttu 1.deildar kvenna sem hægt verður að sjá í Iðu og flúðum í vetur. Æft verður á báðum stöðum til skiptis og hefjast æfingar á mánudaginn. 

Við bjóðum stelpurnar velkomnar og óskum þeim góðs gengis í vetur.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Monday the 18th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©