Daði Berg verður áfram hjá FSu

-dadi berg gretarsson010313gk 431601336

Daði Berg Grétarsson hefur ákveðið að halda áfram að leika fyrir FSu en hann var einn af burðarásum liðsins á síðasta keppnistímabili. Daði var með 14 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og Bjarmi Skarphéðinsson framkvæmdarstjóri FSu segir að bæði forráðamenn félagsins og Daði sjálfur séu spenntir fyrir áframhaldandi samstarfi. Daði mun hefja æfingar með liðinu í byrjun ágúst.

Collin Pryor semur við FSu

182892 10150194363113345 7936556 n

FSu hefur samið við framherjann Collin Pryor fyrir komandi leiktíð. Pryor kemur frá Northern State háskólanum þar sem hann lék við góðan orðstír og var sitt síðasta tímabil með 17 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik. Samkvæmt Erik Olson þjálfara var það vinnusemi leikmannsins á báðum enda vallarins sem gerði það að verkum að ákveðið var að semja við hann. Hann þykir sterkur varnarmaður og óeigingjarn og fær sterk meðmæli frá kennurum og þjálfurum Nortern State háskólans.

Collin hefur sent frá sér tilkynningu vegna samningsins: 

"Mér var kennt að sigrar vinnast á undirbúningstímabilinu, og sú vinna hefst daginn sem ég stíg til jarðar á Íslandi. Þetta er mikið tækifæri fyrir mig og ætla ég að nýta það til fulls og spila mitt hlutverk hvert sem það mun vera í von um að hjálpa liðinu að vinna titla. Ég geri mér grein fyrir því að þetta tækifæri er ekki sjálfgefið og lofa ég stuðningsmönnum FSu að leggja mig allan fram á hverjum degi."

Körfuboltabúðir-Dagskrá

newacademylgo 2Þá er komin dagskrá fyrir körfuboltabúðir FSu og Basketball Across Borders og má sjá hana hér að neðan.

Við viljum benda á að námskeiðisgjald skal greiða við upphaf búðanna á miðvikudaginn 31.júli en þjálfarar greiða fyrir sitt námskeið á laugardeginum.

Miðvikudagur 31.Júlí
9:30-11:30 Yngri hópur (9-14 ára), þjálfarar Erik Olson og Finnur Freyr Stefánsson
13:30-16:30 Eldri hópur (15 ára og eldri) Þjáfarar Erik Olson og Finnur Freyr Stefánsson

Fimmtudagur 1.Ágúst
9:30-11:30 yngri hópur, þjálfarar: Jay Tilton , Erik Olson, Jeff Trumbauer, Mike Olson
13:30-16:30, Eldri hópur, þjálfarar: Jay Tilton, Erik Olson, Jeff Trumbauer, Mike Olson
18:00, Sýningarleikur

Föstudagur 2.Ágúst
9:30-11:30 yngri hópur, þjálfarar: Jay Tilton, Erik Olson, Jeff Trumbauer, Mike Olson
13:30-16:30 eldri hópur, þjálfarar: Jay Tilton, Erik Olson, Jeff Trumbauer, Mike Olson
17:00, Sýningarleikur

Laugardagur 3.Ágúst
9:30-11:30 yngri hópur , þjálfarar: Jay Tilton, Erik Olson, Jeff Trumbauer, Mike Olson
11:30-12:30, þjálfaranámskeið fyrirlestur 1: Jay Tilton- „Read and react offense"
12:30-13:30, þjálfaranámskeið fyrirlestur 2: Mike Olson-„Building a man to man defense"
13:30-16:30 eldri hópur, þjálfarar: Jay Tilton, Erik Olson, Jeff Trumbauer, Mike Olson
16:30-17:30, þjálfaranámskeið fyrirlestur 3: Jeff Trumbauer-„Post skill development"
18:00 Grillveisla fyrir þátttakendur búðanna.

 

Körfuboltabúðir

Nú er rétt tæpur mánuður í að körfuboltabúðir Fsu og Baketball Across Borders hefjist í Iðu á Selfossi. Skráning gengur vel og er nú rétt rúmlega helmingur af þeim sætum sem eru í boði frátekin, þannig að þeir sem eru að hugsa málið ættu að drífa sig í að ganga frá sinni skráningu.

Einnig hefur verið ákveðið að halda þjálfaranámskeið samhliða búðunum þar sem boðið verður upp á fyrirlestra frá gestaþjálfurum samhliða æfingum. Áætlað er að fyrirlestrarnir verði allir á einum og sama deginum og er verið að leggja lokahönd á skipulagningu á þeim degi.

Eins og áður hefur verið sagt ætti enginn að láta þetta tækifæri framhjá sér fara þar sem reynslumiklir þjálfarar eru að mæta á svæðið sem vonast eftir að finna hér á landi leikmenn sem hafa áhuga á að sækja nám til USA.

Kostnaður við búðirnar fyrir leikmenn er 15.000 kr fyrir alla dagana eða 5000 kr stakur dagur. Innifalið er hressing og léttur matur yfir daginn og grillveisla í lok búðanna.

Kostnaður fyrir þjálfara á námskeið er 5000 kr.

Allar skráningar og fyrirspurnir skal senda í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..1011731 10201193387734102 2143631021 n

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©