Erlendur Ágúst semur við FSu.

Erlendur Ágúst Stefánsson hefur skrifað undir eins árs samning við FSu og mun því spila fyrir liðið á komandi leiktímabili. Erlendur er gríðarlega efnilegur leikmaður en hann kemur til FSu frá Þór í Þorlákshöfn. Hann er nýkomin til landsins en hann lék með U-18 ára liði Íslands á Norðurlandamótinu í Solna í Svíþjóð. Við bjóðum Erlend hjartanlega velkomin og það verður gaman að sjá hann í búningi FSu í haust.

photo 9

Arnþór og Daníel skrifa undir samninga.

Arnþór Tryggvason og Daníel Kolbeinsson hafa skrifað undir samninga við FSu og munu því leika áfram með liðinu á komandi tímabili. Arnþór hefur leikið með félaginu síðustu árin og vaxið mikið sem leikmaður og mun bera titil fyrirliða á næsta leiktímabili og þykir hann gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Daníel hefur eytt mestum hluta sinnar ævi á fjölum Iðu og tók hann miklum framförum á síðasta tímabili og leysti mikilvægt hlutverk fyrir félagið.  Þetta eru góðar fréttir fyrir félagið og gaman að fá að hafa þá hjá okkur áfram.

photo 8

Basketball Across Borders í IÐU

timthumbNú í sumar er von á úrvalsliði úr miðskóladeildum USA til Íslands. Þar er um að ræða mjög sterkt lið skipað leikmönnum á aldrinum 17-20 ára. Liðið kemur til landsins í samstarfi við Körfuknattleiksfélag FSu og æfingabúðir sem haldnar verða í Iðu á Selfossi 1.-4. ágúst.
 
Liðið tekur fullan þátt í þeim æfingabúðum og leikur æfingaleiki við aðra iðkendur í búðunum og önnur íslensk lið á meðan þeir eru á landinu en liðið heldur áleiðis til Svíþjóðar eftir dvöl sína á Íslandi. Þjálfarar í búðunum eru ekki af verri gerðinni en þeir eru.
 
Mike Olson yfirþjálfari Kimball Union Academy
Jeff Trumbauer yfirþjálfari Augustana College
Jay Tilton Phillips Exeter Academy
Erik Olson yfirþjálfari FSu Selfossi
 
Búðirnar verða opnar fyrir alla leikmenn á aldrinum 15-20 ára.
Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir leikmenn sem hafa áhuga á að komast til USA í nám í gegnum körfubolta.
Þetta er liður í auknu starfi körfuboltaakademíu FSu í tengslum við skóla í Bandaríkjunum.
 
Skráning og fyrirspurnir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fleiri leikmenn bætast í hópinn.

hlynur in game 2307445 10200557528244221 99708221 nTveir leikmenn hafa bæst í hópinn hjá FSu fyrir næsta tímabil. 
Hlynur Hreinsson hefur fært sig um set en hann lék með KFÍ á síðasta tímabili þar sem hann lék um 20 mín að meðaltali og skoraði að meðaltali 4,2 stig í leik. Hlynur er leikstjórnandi og er 20 ára gamall. 
Annar leikmaður sem mun leika með FSu á næsta tímabili er Birkir Víðisson. Birkir þekkir vel til í Iðu en þar hefur hann nánast alist upp. Hann snýr nú heim frá Bandaríkjunum þar sem hann lék í miðskóla með Chuckey Doak High school. Birkir er fjölhæfur leikmaður sem steig sín fyrstu skref í úrvalsdeild aðeins 14 ára gamall, en hann er 18 ára í dag.
Þessir tveir ungu menn munu styrkja lið FSu mikið en von er á frekari fréttum af leikmannamálum hjá liðinu fljótlega.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Tuesday the 11th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©