Basketball Across Borders í IÐU

timthumbNú í sumar er von á úrvalsliði úr miðskóladeildum USA til Íslands. Þar er um að ræða mjög sterkt lið skipað leikmönnum á aldrinum 17-20 ára. Liðið kemur til landsins í samstarfi við Körfuknattleiksfélag FSu og æfingabúðir sem haldnar verða í Iðu á Selfossi 1.-4. ágúst.
 
Liðið tekur fullan þátt í þeim æfingabúðum og leikur æfingaleiki við aðra iðkendur í búðunum og önnur íslensk lið á meðan þeir eru á landinu en liðið heldur áleiðis til Svíþjóðar eftir dvöl sína á Íslandi. Þjálfarar í búðunum eru ekki af verri gerðinni en þeir eru.
 
Mike Olson yfirþjálfari Kimball Union Academy
Jeff Trumbauer yfirþjálfari Augustana College
Jay Tilton Phillips Exeter Academy
Erik Olson yfirþjálfari FSu Selfossi
 
Búðirnar verða opnar fyrir alla leikmenn á aldrinum 15-20 ára.
Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir leikmenn sem hafa áhuga á að komast til USA í nám í gegnum körfubolta.
Þetta er liður í auknu starfi körfuboltaakademíu FSu í tengslum við skóla í Bandaríkjunum.
 
Skráning og fyrirspurnir sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fleiri leikmenn bætast í hópinn.

hlynur in game 2307445 10200557528244221 99708221 nTveir leikmenn hafa bæst í hópinn hjá FSu fyrir næsta tímabil. 
Hlynur Hreinsson hefur fært sig um set en hann lék með KFÍ á síðasta tímabili þar sem hann lék um 20 mín að meðaltali og skoraði að meðaltali 4,2 stig í leik. Hlynur er leikstjórnandi og er 20 ára gamall. 
Annar leikmaður sem mun leika með FSu á næsta tímabili er Birkir Víðisson. Birkir þekkir vel til í Iðu en þar hefur hann nánast alist upp. Hann snýr nú heim frá Bandaríkjunum þar sem hann lék í miðskóla með Chuckey Doak High school. Birkir er fjölhæfur leikmaður sem steig sín fyrstu skref í úrvalsdeild aðeins 14 ára gamall, en hann er 18 ára í dag.
Þessir tveir ungu menn munu styrkja lið FSu mikið en von er á frekari fréttum af leikmannamálum hjá liðinu fljótlega.

Samningar undirritaðir.

photo 5Erik Olson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Körfuknattleiksfélag FSu og verður hann því aðalþjálfari liðsins til loka tímabilsins 2014. Á sama tíma skrifaði Bjarmi Skarphéðinsson undir ráðningarsamning sem framkvæmdarstjóri félagsins og verður hann því starfandi sem slíkur til loka sama keppnistímabils.

 
Eftir að þeir Erik og Bjarmi skrifuðu undir var komið að leikmönnunum og Ari Gylfason og Svavar Ingi Stefánsson skrifuðu undir eins árs samning við félagið. Þeir félagar voru öflugir á nýliðnu tímabili og verða áfram í lykilhlutverkum á næsta tímabili. Samningar voru undirritaðir á Kaffi Krús á Selfossi. 
Einnig hefur félagið samið til eins árs við Geir Elías Helgason sem lék með liðinu á síðasta tímabili en hann þykir mikið efni og eru forráðamenn félagsins ánægðir með að hafa samið við þessa þrjá leikmenn.
Það er því ljóst að Fsu ætlar sér stóra hluti á komandi misserum og von er á frekari fréttum af félaginu á næstunni.

Marín og Maciej til Solna.

Tveir iðkendur úr körfuboltaakademíu FSu hafa verið valin til að spila fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fer fram í Solna í Svíþjóð þann 8.maí næstkomandi. 

Marín Laufey Davíðsdóttir hefur verið valin í U18 lið kvenna en Marín hefur lagt mikið á sig við æfingar í akademíunni auk þess sem hún hefur staðið í ströngu með kvennaliði Hamars frá Hveragerði í vetur.

Maciej Klimaszewski hefur verið valinn í u18 lið karla. Maciej hefur verið duglegur á æfingum með akademíunni í vetur og einnig hefur hann verið að taka miklum framförum með karlaliði Fsu.

Starfsfólk Akademíunnar óskar þeim góðum góðs gengis og erum við rosalega stolt af þeim báðum.

Áfram Ísland.U18kvkNM2012lidsmynd

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©