Selfyssingar bikarmeistarar í körfubolta

Bræðurnir Marvin og Sæmundur Valdimarssynir frá Selfossi urðu bikarmeistarar í körfubolta um síðustu helgi með liði Stjörnunnar frá Garðabæ. Þetta var fyrsti bikartitill bræðranna.

“Þetta var alveg yndislegt og ég náði þarna langþráðu markmiði,” sagði Marvin í samtali við sunnlenska.is en hann hefur marga fjöruna sopið í körfunni í gegnum árin. “Þetta er búið að vera markmiðið í nokkur ár eftir að maður kom í Stjörnuna, stóran klúbb með mikinn metnað,” segir Marvin sem er nú á sínu þriðja tímabili með Stjörnunni en Sæmundur gekk til liðs við félagið í haust.

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©