Fleiri leikmenn bætast í hópinn.

hlynur in game 2307445 10200557528244221 99708221 nTveir leikmenn hafa bæst í hópinn hjá FSu fyrir næsta tímabil. 
Hlynur Hreinsson hefur fært sig um set en hann lék með KFÍ á síðasta tímabili þar sem hann lék um 20 mín að meðaltali og skoraði að meðaltali 4,2 stig í leik. Hlynur er leikstjórnandi og er 20 ára gamall. 
Annar leikmaður sem mun leika með FSu á næsta tímabili er Birkir Víðisson. Birkir þekkir vel til í Iðu en þar hefur hann nánast alist upp. Hann snýr nú heim frá Bandaríkjunum þar sem hann lék í miðskóla með Chuckey Doak High school. Birkir er fjölhæfur leikmaður sem steig sín fyrstu skref í úrvalsdeild aðeins 14 ára gamall, en hann er 18 ára í dag.
Þessir tveir ungu menn munu styrkja lið FSu mikið en von er á frekari fréttum af leikmannamálum hjá liðinu fljótlega.

Samningar undirritaðir.

photo 5Erik Olson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Körfuknattleiksfélag FSu og verður hann því aðalþjálfari liðsins til loka tímabilsins 2014. Á sama tíma skrifaði Bjarmi Skarphéðinsson undir ráðningarsamning sem framkvæmdarstjóri félagsins og verður hann því starfandi sem slíkur til loka sama keppnistímabils.

 
Eftir að þeir Erik og Bjarmi skrifuðu undir var komið að leikmönnunum og Ari Gylfason og Svavar Ingi Stefánsson skrifuðu undir eins árs samning við félagið. Þeir félagar voru öflugir á nýliðnu tímabili og verða áfram í lykilhlutverkum á næsta tímabili. Samningar voru undirritaðir á Kaffi Krús á Selfossi. 
Einnig hefur félagið samið til eins árs við Geir Elías Helgason sem lék með liðinu á síðasta tímabili en hann þykir mikið efni og eru forráðamenn félagsins ánægðir með að hafa samið við þessa þrjá leikmenn.
Það er því ljóst að Fsu ætlar sér stóra hluti á komandi misserum og von er á frekari fréttum af félaginu á næstunni.

Marín og Maciej til Solna.

Tveir iðkendur úr körfuboltaakademíu FSu hafa verið valin til að spila fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fer fram í Solna í Svíþjóð þann 8.maí næstkomandi. 

Marín Laufey Davíðsdóttir hefur verið valin í U18 lið kvenna en Marín hefur lagt mikið á sig við æfingar í akademíunni auk þess sem hún hefur staðið í ströngu með kvennaliði Hamars frá Hveragerði í vetur.

Maciej Klimaszewski hefur verið valinn í u18 lið karla. Maciej hefur verið duglegur á æfingum með akademíunni í vetur og einnig hefur hann verið að taka miklum framförum með karlaliði Fsu.

Starfsfólk Akademíunnar óskar þeim góðum góðs gengis og erum við rosalega stolt af þeim báðum.

Áfram Ísland.U18kvkNM2012lidsmynd

Selfyssingar bikarmeistarar í körfubolta

Bræðurnir Marvin og Sæmundur Valdimarssynir frá Selfossi urðu bikarmeistarar í körfubolta um síðustu helgi með liði Stjörnunnar frá Garðabæ. Þetta var fyrsti bikartitill bræðranna.

“Þetta var alveg yndislegt og ég náði þarna langþráðu markmiði,” sagði Marvin í samtali við sunnlenska.is en hann hefur marga fjöruna sopið í körfunni í gegnum árin. “Þetta er búið að vera markmiðið í nokkur ár eftir að maður kom í Stjörnuna, stóran klúbb með mikinn metnað,” segir Marvin sem er nú á sínu þriðja tímabili með Stjörnunni en Sæmundur gekk til liðs við félagið í haust.

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©