Loksins kom sigurinn

Viðureign botnliðanna, ÍA og FSU, sem hvorugt hafði unnið leik þegar hér var komið sögu, fór fram á Akranesi sl. föstudagskvöld. Eftir hnífjafnan leik sleit FSU sig frá síðustu 5 mínúturnar og landaði sínum fyrsta, langþráða og kærkomna sigri í deildarkeppninni á tímabilinu.

Lesa meira...

Fjölnir og Hamar

Ekki hefur enn verið greint frá úrslitum eða fjallað um síðust þrjá leiki FSU í 1. deild karla hér á síðunni. Þar er við ritara einan að sakast, sem hefur haft í ýmsu að snúast. Nú verður bætt örlítið úr fréttaskortinum, þó seint sé.

Lesa meira...

Karl Ágúst og Iván áfram með FSu-liðið

Ákveðið hefur verið að þeir Karl Ágúst Hannibalsson og Iván Guerrero muni stýra FSU liðinu áfram og til loka leiktímabils.

Samvinna þeirra og nálgun að verkefninu hefur verið til mikillar fyrirmyndar þessa rúmu viku sem liðin er frá því þeir tóku við og stjórn hefur mikla trú á því að þeim takist að koma liðinu á sporið. 

Leikmannahópurinn hefur einnig styrkst á síðustu dögum með tveimur reynsluboltum sem kunna að láta finna fyrir sér og vita um hvað málið snýst ef ná á árangri.

FSU mætir ÍA nk. föstudag á Akranesi og í næstu viku hefst svo 2. umferð deildarkeppninnar með útileik gegn Skallagrími frá Borgarnesi.

 

Þakkir fyrir stuðning

FSU-KARFA þakkar öllum sem mættu á síðasta heimaleik í Iðu, fimmtudaginn 2. nóvember síðastliðinn og lögðu með því lið fjölskyldu í sorg. Greiddur aðgangseyrir var 103.000 krónur, sem afhentur hefur verið fjölskyldunni.

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©