FSu áfram í bikarnum

FSu dróst gegn Grundfirðingum í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ. Leikurinn fór fram í Grundarfirði sl. laugardag, 5. nóvember, og lauk með sigri FSu, eins og fyrirfram mátti búast við, enda leika Snæfellingarnir tveimur deildum neðar á Íslandsmótinu. Lokatölur 56-69.

Seint verður sagt að um áferðarfallegan körfubolta hafi verið að ræða eða spennandi leik. Grundfirðingar létu samt finna vel fyrir sér og munurinn á liðunum var lengst af ekki mikill. Eloy, þjálfari FSu, nýtti þennan leik til að hvíla þá sem mest hafa spilað í Jón Jökullleikjum haustsins en gefa hinum tækifærið, allir 12 komu við sögu og 10 spiluðu meira en 10 mínútur.

Terrance Motley kom inn á öðru hvoru, skoraði 14 stig og tók 9 fráköst og Orri Jónsson skoraði 12 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Jón Jökull Þráinsson átti skínandi leik með 12 stig, 7 fráköst og 50% nýtingu, Hörður setti 8 stig, Sveinn Hafsteinn 5, Sigurður Jónsson og Svavar Ingi 4, Hilmir Ægir og Arnþór 3 stig og þeir Gísli Gautason og Sindri Snær A van Kasteren 2 stig hvor.

Dregið verður í næstu umferð keppninnar, 16 liða úrslit, í dag, 8. nóvember og leikirnir fara fram 3.-5. desember.

Spenna og dramatík en úrslitin óhagstæð

Óþarflega fáir áhorfendur í Iðu fengu allt fyrir peninginn í leik FSu og Fölnis í 1. deild karla í gærkvöldi. Nema réttu úrslitin. Fjölnir jafnaði af vítalínunni í lok venjulegs leiktíma og FSu tókst ekki að tryggja sigurinn síðustu sekúndurnar, þrátt fyrir nægan tíma og þokkalegt tækifæri. Í lok framlengingar var FSu aftur með pálmann í höndunum, en þá snerist dæmið við, Fjölnir átti síðustu sóknina og gernýtti varnarmistök heimamanna, þakkaði fyrir gestrisnina með flautuþristi úr horninu - og eins stigs sigur, 90-91.

Liðin voru jöfn fyrstu mínúturnar, FSu fetinu á undan 18-16 eftir 8 mín. en Fjölnir seig fram úr með 0-8 spretti í lok fyrsta hluta og leiddi 18-24. Það sama var uppi á teningnum mestan hluta leiksins, Fjölnir leiddi með 8-10 stigum,Orri.Valur.24.10.16 mest 14 stigum eftir 25 mínútur en heimaliðinu tókst að klóra sig aftur undir 10 stigin fyrir lok þriðja hluta, 52-59. Í síðasta leikhluta minnkaði munurinn jafnt og þétt í öfugu hlutfalli við spennustigið. Eftir 35 mín. munaði 3 stigum, 65-68, og þegar 2 mínútur voru eftir leiddi Fjölnir með fimm, 70-75. FSu komst yfir 77-75 en besti maður Fjölnis, Róbert Sigurðsson, jafnaði metin af vítalínunni eins og fyrr var lýst. FSu hafði nægan tíma, en Fjölnir átti of margar villur inni og gat étið af klukkunni með því að brjóta án þess að FSu fengi vítaskot. Orri Jónsson átt lokatilraun heimamanna, keyrði upp að körfunni í fangið á tveimur Fjölnismönnum, en náði ekki að koma boltanum upp yfir hringinn og engin villa dæmd.

Í framlengingunni var allt í járnum. Hilmir Ægir kom FSu í góða stöðu með öflugu sóknarfrákasti og körfu, 90-88, þegar um 6 sekúndur voru eftir. FSu stóð vaktina, stoppaði Róbert og Collin, en gleymdi bestu skyttu gestanna, Agli Egilssyni, í horninu og því fór sem fór.

Sjálfsagt eru Fjölnismenn á því að þeir hefðu átt að gera út um þennan leik þegar þeir voru komnir með þokkalega forystu. En varnarleikur FSu batnaði til muna í seinnihálfleik og liðið komst þannig aftur inn í dæmið. Það voru hinsSvavar.Vestri.14.10.16 vegar klaufalegir tapaðir boltar í flumbrugangi, þegar einmitt var nauðsyn og tækifæri til að halda ró sinni og yfirvegun, sem gerðu það að verkum að Fjölnir átti alltaf tækifæri á að jafna og vinna leikinn, eins og kom á daginn. Við fórum illa með nokkrar sóknir þegar tækifæri var til að gera nánast út um leikinn.

Sóknarleikurinn varð líka of staður og einhæfur þegar til kastanna kom, mest eins eða tveggja manna framtak, en þó verður að fylgja sögunni að Terrance Motley setti niður mjög „stór skot“ undir lokin og var erfiður við að eiga. Við bættist að of mörg víti fóru forgörðum, og hvarflaði að stúkuspekúlöntum að skynsamlegt hefði getað verið að besta vítaskytta liðsins væri meira með boltann í höndunum á ögurstundu.

Hjá Fjölni var leikstjórnandinn Róbert Sigurðsson bestur meðal jafningja. Hann skapaði oft vandræði með hraða sínum, skoraði 25 stig og gaf 7 stoðsendingar, 20 framlagsstig. Garðar Sveinbjörnsson skilaði líka 20 í framlag, 19 stig og 73% nýtingu. Collin Pryor var með 16 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar, og hefur oft verið með stærri tölur, Egill Egilsson 11 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki 8 stig og þeir Þorgeir Freyr Gíslason og Bergþór Ægir Ríkharðsson skoruðu 6 stig hvor.

Eins og fyrr var Terrance Motley atkvæðamestur hjá FSu, 45 stig, 20 fráköst, 9 fiskaðar villur, 6 stolnir boltar og 50% nýting reiknast í 48 framlagspunkta. Hann spilaði allar 45 mínúturnar og Ari Gylfason næstum því allar, eða rúmarAri.Vestri.14.10.16 43. Ari bætir sig sóknarlega með hverjum leik, skoraði nú 18 stig og nýtti styttri skotin vel (6/8) þó aflið í öxlinni sé ekki enn nægjanlegt fyrir þriggjastigafærið, og vítin lágu öll. Þá er hann í mun stærra og erfiðara hlutverki í varnarleiknum hjá nýjum þjálfara en undanfarin ár. Orri Jónsson skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Hann var mjög öflugur í vörninni, ekki síst gegn Collin lengi framan af leik, Sveinn Hafsteinn skoraði 5 stig og hitti úr báðum sínum skotum, Hilmir Ægir skoraði 5 og tók 5 fráköst, Svavar skoraði 3 og Helgi Jónsson 2 stig, auk þess að hrifsa 4 fráköst.

Niðurstaðan er sú að liðið okkar getur unnið hvern sem er í þessari deild, ef hugur fylgir máli. Og það er ljóst að enn er mikið svigrúm til framfara.

Bíðið þið bara ...

Gekk á með úrhellisdembum í Smáranum

Eftir magnaða frammistöðu í sigurleik á heimavelli gegn Val sl. mánudag var spurningin hvort FSu-strákarnir næðu báðum fótum á jörðina aftur til að gíra sig rétt upp í útileik gegn Breiðabliki á fimmtudeginum. Í stuttu máli má segja að það hafi ekki tekist, liðið náði engum takti á móti áköfum og sjálfsöruggum Blikum, og 10 stiga tap, 100-90, voru hagstæð úrslit fyrir okkur þegar á heildina er litið.

FSu byrjaði ágætlega, leiddi 0-4 og 7-10, en Blikar jöfnuðu 12-12 eftir 5 mínútur og tóku eftir það öll völd. Eftir fyrsta leikhluta var munurinn orðinn 10 stig, 27-17, og í öðrum hellirigndi yfir regnhlífarlausa Austanfjallsmenn, eftirLiðs.Vestri.14.10.16 14 mínútur stóð 52-24!! FSu tókst þó að minnka muninn um 10 stig, niður í 18 fyrir leikhlé, 62-44.

Þessu svaraði Breiðablik strax í upphafi seinni hálfleiks með 9 stiga dembu, 71-44, og allt á floti hjá okkur. FSu-liðinu til hróss þá lagði það ekki árar í bát heldur reri af kappi á bæði borð til leiksloka. Þegar 5 mín. voru eftir munaði 17 stigum, 98-71, og Breiðablik skoraði aðeins 2 stig það sem eftir lifði leiks, gegn 19 stigum okkar og lokatölur því mun álitlegri á „pappírnum“ en útlit var fyrir lengst af.

Það er enginn vafi á því að þetta var langbesti leikur Blikanna það sem af er móti. Hittnin var með hreinum ólíkindum, á köflum fór bara allt niður, og ekki bara hjá einnni eða tveimur úrvalsskyttum, heldur var alveg sama hver henti upp bolta og af hvaða færi. Á þessum dembuköflum náðu Blikar alltof miklu forskoti til að leikurinn yrði nokkurn tímann skemmtilegur eða spennandi, og brutu um leið niður sjálfstraustið hjá okkar ungu strákum, sendingar urðu lélegar og beint  í hendur andstæðinganna, skotvalið og flæðið í sókninni ekki gott.

Eins og fyrr sagði getum við samt verið stolt af liðinu fyrir að halda allan tímann áfram þrátt fyrir kafla þar sem ekkert gekk upp hjá okkur en allt hjá Blikum. Það hafa reyndari lið en okkar fallið í þá gryfju að brotna og gefast upp.

Hjá Blikum átti erlendi leikmaðurinn Garland frábæran dag, var langt yfir sínu meðaltali í öllum tölfræðiþáttum með 37 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar, 10 fiskaðar villur og 9 stolna bolta, 48% skotnýtingu og 48 framlagsstig á 34 mínútum. Snorri Vignisson var líka mjög góður með 19 stig, 8 fráköst og 50% skotnýtingu, og það sama má segja um okkar mann, Birki Víðisson, sem skoraði 15 stig og nýtingin hvorki meira né minna en 71%. Egill Vignisson nýtti líka 71% skota sinna, 10 stig og 6 fráköst. FSu-leikmaðurinn Bjarni Geir Gunnarsson setti 5 stig, sömuleiðis Halldór Halldórsson, Leifur Steinn 2 og hinn kornungi og bráðefnilegi Hafsteinn Guðnason 1 stig.

Hjá okkur var Terrance Motley atkvæðamestur með glimrandi frammistöðu, 30 stig, 13 fráköst, 5 stoðsendingar, 9 fiskaðar villur, 64% skotnýtingu og 35 framlagsstig. Ari Gylfason skilaði 14 stigum og 4 fráköstum, Orri Jónsson 8 stigum og 7 fráköstum, Sveinn Hafsteinn og Helgi Jónsson báðir 8 stigum, Svavar Ingi 7 stigum og 4 fráköstum, Gísli Gautason 6 stigum (100% nýting), Hilmir Ægir skoraði 5 stig og Hörður Jóhannsson 4.

Við nánari skoðun á tölfræðiskýrslunni  kemur í ljós að FSu nýtti 60% tveggjastigaskota en Blikar „aðeins“ 46%, þriggjastiganýtingin er 44%-30% Blikum í hag, sömuleiðis vítanýting, fráköst (49-30) og stoðsendingar. Hins vegar kemur verulega á óvart að heimaliðið er með fleiri skráða tapaða bolta (26-21) en ofan úr stúku virtist halla mjög á FSu hvað þetta varðar, því svæðispressa Blika setti okkar menn oft út af laginu.

Burtséð frá úrslitunum var þessi leikur ekki skemmtilegur. Dómgæslan var slök, mikið flautað, mikið ósamræmi í dómum og svo voru miklar tafir vegna leiðréttinga á skotklukkunni. Allt hafði þetta neikvæð áhrif, bæði fyrir leikmennina sem þurftu eilíflega að byrja upp á nýtt á sínum aðgerðum, og á upplifun áhorfenda. 

 

Arnþór kominn heim

Arnþór Tryggvason, miðherji FSu mörg undanfarin ár, er kominn heim aftur og mun leika með uppeldisfélagi sínu það sem eftir lifir keppnistímabilinu. 

Arnþór flutti til Reykjavíkur og ákvað í samræmi við það að breyta til í boltanum.Arnþór.10.03.16 Hann vinnur hins vegar enn á Selfossi og því hentar honum betur að taka æfingu í Iðu í lok vinnudags áður en lagt er á Heiðina.

Arnþór mun styrkja hið unga FSu-lið mjög, hann verður hálfgerður fornmaður í hópnum, þó aðeins 28 ára gamall, og hækka meðalhæðina sömuleiðis með sínum 200 sm - og bæta verulega úr þeim alvarlega sentimetraskorti sem hrjáð hefur liðið. 

Fsukarfa.is fagnar heimkomu þessa eðaldrengs og býður hann velkominn í hópinn.

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Tuesday the 17th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©