Nýr liðsmaður úr Hafnarfirði

Sigurjón Unnar Ívarsson mun æfa og leika með FSU á komandi keppnistímabili. Sigurjón, sem alinn er upp hjá Haukum, er 17 ára bakvörður og hluti af sterkum aldamótaárgangi þeirra Hafnfirðinga en drengjaflokkur Hauka varð Íslandsmeistari sl. vor, og gott ef ekki bikarmeistari líka.Sigurjon UnnarH17

Sigurjón ákvað að hleypa heimdraganum, er sestur á skólabekk í FSu og sækir þar m.a. kennslustundir í Körfuboltaakademíunni. 

Sigurjón er frískur og efnilegur strákur sem styrkir æfingahópinn og á eftir að auka samkeppni um mínútur í liðinu.

Velkominn, Sigurjón.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maciek aftur heim

Maciek Klimaszewski er aftur kominn heim í FSU eftir ársdvöl í Stykkishólmi. Fyrr í sumar skrifaði hann undir tveggja ára samning og mun í vetur spila sitt 6. ár með félaginu. 

Þessi 22 ára, rúmlega 2 metra hái miðherji þéttir sannarlega raðirnar í vítateigunum, þar sem á síðasta ári var fáliðuð fylking, og er kærkomin viðbót við góðan hóp leikmanna.

MaciekH17

Í Stelpubúðum Helenu

Þessar flottu FSU-stelpur fóru á Körfuboltabúðir Helenu og Hauka í sumar. Þær eru frá vinstri talið Viktoría Eva, Amelía Rán, Diljá Salka og Aðalheiður Sara. Þær Amelía og Diljá sóttu búðirnar nú í þriðja sinn en Viktoría og Aðalbjörg voru þar í fyrsta sinn. Stelpurnar voru himinlifandi með búðirnar, eins og sjá má af brosmildum andlitunum. Áfram FSU-KARFA, og takk Helena, fyrir að vera góð fyrirmynd og gefa af þér.FSUstelpurhjá Helenu2017

Jose leitar á önnur mið

Jose Gonzalez Dantas, sem á síðasta keppnistímabili starfaði sem aðstoðarþjálfari í Akademíu FSU og hjá m.fl. karla, auk þess að þjálfa 2 af yngri flokkunum, mun ekki þjálfa áfram hjá félaginu.JoseDantas

Jose bauðst að halda áfram sínu góða starfi hér en ákvað að leita á önnur mið. Hann hefur fengið þjálfarastöðu í heimalandi sínu, Spáni.

FSU-KARFA kveður Jose með söknuði. Hann vann þrotlaust og óeigingjarnt starf fyrir félagið, sinnti styrktarþjálfun og gerði að mörgu leyti kraftaverk í meðferð og uppbyggingu leikmanna sem áttu við meiðsli að stríða.

Ekki síst verður hans saknað af krökkunum sem hann þjálfaði. Jose náði einstaklega vel til þeirra með sinni glaðlegu framkomu, hógværð og hjartahlýju. Þessir persónutöfrar öfluðu honum vináttu og virðingar allra innan félagsins - auk fagmennsku í þjálfarastörfum.

FSU-KARFA þakkar Jose kærlega fyrir framlag hans til félagsins og körfuboltans á Selfossi og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Wednesday the 21st. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©