Manuel Rodriguez til FSU-KÖRFU

FSU-KARFA hefur fengið til liðs við þjálfarateymi sitt Spánverjann Manuel A. Rodriguez. Eins og körfuboltaáhugamenn vita þjálfaði Manuel nýliða Skallagríms í Dominosdeild kvenna á síðasta keppnistímabili og náði frábærum árangri, fór með liðið í úrslit Maltbikarsins og í undanúrslit Íslandsmótsins.

Við sem sem stöndum að FSU-KÖRFU erum himinlifandi að hafa landað slíkum stórlaxi. Það er meginstefna félagsins að leggja taustan grunn til að byggja á til langrar framtíðar. Leiðin að því markmiði er að bjóða öllum iðkendum ávallt Manuelúrvalsþjálfara og bestu aðstæður til að laða fram það besta í hverjum einstaklingi. 

Undanfarin ár hefur verið lyft grettistaki í yngriflokkastarfinu undir stjórn Karls Ágústs Hannibalssonar og iðkendum fjölgað mikið. Ráðning Rodriguez er stórt skref í þá átt að auka enn frekar fagmennsku í starfinu og hlökkum við til að hann hefjist handa í ágúst.

Manuel mun starfa sem aðstoðarþjálfari með aðalþjálfara félagsins, Eloy Doce Chambrelan, við Akademíu FSU og með meistaraflokk karla sem leikur í 1. deild Íslandsmótsins. Auk þess mun hann starfa í öflugu þjálfarateymi yngriflokka.

Í samtali við fsukörfu.is sagði Manuel að hann væri mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við FSU fyrir næsta tímabil. „Frá fyrsta degi skynjaði ég mikinn áhuga og velvild í minn garð og ég er mjög þakklátur fyrir það. Það eru forréttindi að fá að starfa með Eloy og ég veit að við munum vinna vel saman og verða öflugt teymi. Eftir meira en 15 ár í kvennaboltanum hlakka ég til að þjálfa karlalið, það verður ný reynsla fyrir mig. Ég er körfuboltaþjálfari og grundvallaratriðin eru þau sömu, og þó einhver munur kunni að vera á kynjunum  líkamlega og andlega er ég tilbúinn að takast á við nýjar og krerfjandi áskoranir á mínum þjálfaraferli“.

Hjartanlega velkominn til FSU, Manuel!

 

 

Landsliðsfólk í heimsókn

Einn góðan veðurdag í júní fengu þátttakendur á sumaræfingum FSU-KÖRFU góða heimsókn frá landsliðsfólki í körfubolta. Þau Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir litu við á æfingu og spjölluðu við krakkana auk þess að leika sér með þeim í körfubolta.

Allir voru mjög áhugasamir og voru krakkarnir duglegir að spyrja þetta flotta landsliðsfólk okkar spjörunum úr. Þá var farið í skotkeppni, spilaðir leikir og öllum gafst tækifæri á að spila 1 á 1 við þau bæði.

Það er óhætt að segja að heimsóknir eins og þessar gefi mikið fyrir unga iðkendur og gaman þegar svona frábærar fyrirmyndir gefa sér tíma til þess að gefa af sér og deila reynslu sinni með börnunum. 

Frá lokahófi mfl. karla 2017

Lokahóf m.fl. karla var haldið sl. laugardag á Hótel Selfossi. Þetta var skemmtileg samkoma, með hefðbundnu sniði, ávarpi formanns, styrktaraðila og einnig komu leikmenn í pontu með góð innlegg.AriG

Hófinu lauk með glæsilegum þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins.

En auðvitað var þetta fyrst og fremst uppskeruhátíð þar sem þjálfarar veittu viðurkenningar á báðar hendur.

Þessir fengu viðurkenningar fyrir tímabilið 2016-2017:

Besti leikmaður:

Ari Gylfason

Besti varnarmaður: 

Ari Gylfason

Besti ungi leikmaður: Helgi Jónsson

Mestu framfarir: Jón Jökull Þráinsson

Besti liðsfélaginn: Hlynur Hreinsson

Vinnuhesturinn: Svavar Ingi Stefánsson

Hopmynd

Að ofan, f.v. Gylfi Þorkelsson, formaður, Jose Gonzalez Dantas aðst. þjálfari, Jón Jökull Þráinsson, Ari Gylfason, Hlynur Hreinsson, Eloy Chambrelan þjálfari og Svavar Ingi Stefánsson. Á myndina vantar Helga Jónsson.

 

Styrktar

Að lokinni afhendingu viðurkenninga til leikmanna afhenti formaður félagsins helstu styrktaraðilum þakklætisvott frá félaginu. Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri Árborgar og Tómas Þóroddsson f.h. Kaffi krúsar sýndu félaginu þann heiður að mæta og taka þátt í samkomunni. 

Stærstu styrktaraðilarnir, auk ofantaldra, eru JÁVERK, Hótel Selfoss, Vélsmiðja Suðurlands, Set ehf. og Héraðsskólinn og eiga þessir aðilar von á sendingu á næstu dögum.

 

 

 

 

Svavar Ingi S

Jose, Svavar Ingi Stefánsson og Eloy

 HlynurHr

Jose, Hlynur Hreinsson og Eloy

 

 

Framtíðarafrekskonur FSU-KÖRFU fá fræðslu

Stelpurnar í minniboltanum fengu skemmtilega heimsókn í dag frá Hörpu Rut Hreiðarsdóttur, sem er menntaður ÍAK einkaþjálfari.

Tilgangur heimsóknar Hörpu Rutar var að fræða stelpurnar um mikilvægi þess að drekka vatn, teygja á og fjalla almennt um gott og næringarríkt mataræði. Harpa spjallaði við stelpurnar og útskýrði fyrir þeim að nauðsynlegt væri að borða góða og orkuríka fæðu úr öllum fæðuflokkum fyrir og eftir æfingar og mót og að vatn væri besti svaladrykkurinn.

Stelpurnar voru mjög áhugasamar og Harpa Rut hafði varla undan að svara spurningum. Við þökkum henni kærlega fyrir heimsóknina og fræðsluna og bendum fólki á Facebook síðu hennar, Heilræði & Lífsstíll og skemmtilegt Snapchat sem hún heldur einnig úti: lifsstillharpa

Á meðfylgjandi mynd eru minniboltastelpur FSU ásamt Hörpu Rut og Hörpu Reynisdóttur, þjálfara sínum. 

Minniboltikv

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Wednesday the 21st. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©